Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 367
BGl
3.
Um sama efni.
Það gjörum við undirskrifaðir nienn kunnugt, hærri
og lægri stéttar, sem þessa vora meðkenning sjá eður
heyra lesna, og vottum það fyrir guði með hreinni
samvizku, að vér vorum við staddar að Höfða í Höfða-
hverfi Anno 1659, þann 14. Juniimánaðar, þegar sál-
ugu Hargrétu Jónsdóttur, kvinnu síra Eiríks Halls-
sonar, var umbúð veitt, og sáum þau vegs ummerki
til, hverninn hún hafði á deginum fyrir, áhennarlífs-
háska stund, niður fallið á stiga afkírkjuloptinu við
kórdyrnar, og það með henni, er hún hafði þangað
sótt, hvaðan hún var sáluð upp tekin, með sýnilegum
ummerkjura fyrir vorum augum, sem þar nálægir vor-
um. Og meðkendu þær heimilispersónur, sem þar voru
þá, fyrir prestinum og oss, sem greptran veittum henn-
ar likama, að síra Eiríkur Hallsson liefði þar ei heima
verið, þá hennar afgangur skeði. Hvar fyrir, ef nokk-
ur hefir verið svo ókristilegrar meiningar, nærri eður
fjærri, að ætla slíkt hafa af manns eður manna völd-
um skeð, þá erurn vór fyrir guði og vorri samvizku
frjálsir af þeirri meining, og öldungis það vitnandi
nær og fjær, fyrr og seinna, eptir því sem guð hefir
frekast gefið oss vit og skynsemi til, að það hafi af
einskis lifandi manus völdum skeð. En hitt vitum og
þvi trúum vér, að í guðs valdi stenuur alt. Þessa
vora fyrr skrifaða meðkeuning viljum vér framar lög-
lega staðfesta, ef þörf krefur, og hennar fyrir öllum
ærlegum mönnum bekendir verða. Og til bevisingar
þessum vorum sanninda vitnisburði, skrifum vér og lát-
ura skrifa vor skírnarnöfn hér undir. Anno 1660,
þann 1. Maji.
Thomas Gíslason. Egill Gíslason. Grímur Jónsson
Sigurður Ásmundssou. Sigfús Jónsson. Pétur Jónsson.