Blanda - 01.01.1918, Side 368
862
4.
í nafni Drottins.
GuSs vors kærleiki, með friði og fögnuði í heilögum
anda, só staðfastlega með yður öllum guðs börnum
æfinlega og eiliflega fyrir Jesum Christum.
h’rómir og guðhræddir elskanlegir vinir, karlmenn
og kvenmenn, nú verandi i Grýtubakka kirkjusókn,
hverjum Christi söfnuði eg auðvirðilegur Jesu Christi
þónari, eptir guðs vilja og mlns yfitvalds skikkun, hefi
átt að veita prestlega kirkjuþjónustu, og er nú þén-
ustutími sá liðinn vel um full 40 ár. En nú, sem von-
legt er, veikjast mínir afskamtaðir burðir og mann-
skapur, hvar íyrir eptir minni nauðsyulegri bón, að
virðuglegur herra biskupinn hefir skikkað mér með-
þénara, sera yður skuli meðdeila sínu prestlegu ómaki
og þénustu. £>ar fyrir meðan guð ann mér enn við
yður að mæla, þá er eg nú begjörandi og bliðlega
umbiðjandi alla yður ásamt, að unna mór og útgefa
yðar sanninda vitnisburð um mína umgeingni yðar á
milli, utan kirkju og innan, eptir því sem þérmegið,
að geymdu og höldnu guðs boðorði, og yðar góðri
samvizku, hvað eg girnist að þiggja af yður, eptir
guðs leyfi og góðra manna dæmum, af hverjum dæm-
um eitt er framsett uppskrifað í 1. Sam.b. 12. kap.
Sá spámaður drottins sagði til alls ísraels mannfjölda:
Eg hefi nú geingið fyrir yður frá mínum ungdórai, alt
til þessa dags. Sjáið, eg er nú hér! Svarið nú í móti
mér fyrir Drottni et cetera. Ef eg hefi tekið frá nokkr-
um manni hans uxa eður asna, eður hafi eg sýnt
nokkrum manni ofríki eður órétt, eða hafi eg tekið
gjafir af nokkurs manns hendi, og látið blinda mfn
augu, þá vil eg gjalda yður það aptur. Deir svöruðu:
Hvorki hetur þú sýnt oss órétt né ofríki, og ekki frá
nokkrum manni tekið. Nú þó eg megi ei sem sá
heilagi guÖ3 maður hrósa minni róttvisi, þá klagar