Blanda - 01.01.1918, Page 398
392
ina upp við axið, og er skorið svo mikið svo sem mað-
ur kemur í höndina, og er það kallað hönd, og þegar
komnar eru átján hendur, þá er það kallað kerfi; svo;
er hrist úr staunginni við stokk eður stall í sérdeilis húsi,
og það er kallað að skaka melinn, og það verður æði
byngur, eptir því sem meltakið er mikið. Þá er enn
tekið sérdeilis hús, þar er hlaðiun bálki yfir um þvert
húsið skamt frá gaflhlaðinu, og er bálkinn á hæð svo
sem í mitti á manni. Svo er rept úr gaflhlaðinu á
bálkann; það eru kölluð so/nsprek-, þá er skarð í bálk-
anum sem dyr; þá eru teknar melstangir (og) breiddar
ofan á sofnsprekin, og er svo þétt, að kornið skuli eigi
fara niður um. Það er kallaðar fláttur. í>á eru enn
teknar melstangirnar, og er(u) sem skeyttar saman, og
er vafið svo með bandi fjórir staunglar, og er einn
lagður upp við gaflhlaðið, en annar á bálkann og sinn
við hvora síðu út við veggi, og þessir staunglar eru
á digurð gilt handfang, og það eru kallaðar griðkur.
Þegar þetta er alt svo til búið, það er kallað sofn.
Þá er tekið kornið, og er látið upp á sofninn í trog-
um eður sekk, og breitt um sofninn, og verður að vera
jafnþykt á öllum sofnunum. Það er mátinn á þyktinni
ein þumalgreip, þá vísifingurinn er réttur;svo er tek-
inn eldur og látinninn nm sofndyrnar og er kveiktur
þar upp undir; þar til er kynt með við til að þurka
kornið. Korninu verðr að snúa þrisvar á sofninum,
svo það þorni jafnt. JÞegar kornið er orðið þurt, þá
er það tekið af og látið i kerald. Það er kallað troðslu-
hytta. Það er troðið með fótum berum; svo er það
tekið úr byttunni, látið i trog lítið i senn. Það er
hrist til í troginu. Það er kallað að dripta. Það er
troðið í tvær reisur og driptað á milli, eður svo leingi
sem þarf. Þá verður tininn eptir í troginu, en sáðirn-
ar hrjóta fram a(. Svo er tekinn tininn og malinn með
kvöru; hún er lík maltkvörn, utan hún er flatari. Það