Blanda - 01.01.1918, Page 399
393
6r breitt skinn á pall. Það er kallað lúÖurskinn. Þar
er kvörnin sett á og heitir undirJcvörn og yfirkvörn:
í undirkvörninni er járnás, hver eð geingr upp úr
yfirkvörninni, og er gat á miðri yfirkvörninni. JÞar er
smelt í tré yfir um þvert gatið, og er svo gat á því
tró og þar upp úr geingur járnásinn, sem stendur í und-
irkvörninni. Sá járnás heitir grotti\ það tré heitir segl.
í>á verið er að mala og kvörnin stendur með mélinu
það er kallað lúður. Þar um kann @g ei meira.
Einslags aðferð að búa þetta mél til matar er :
1. Það er huoðað saman sem deig og vætt úr drykk,
mjólk, sýru eðr smjöri, einhverju af þessu, sem hver
vill hafa; af smjörinu verður það heldur feitt, mjólkinni
mjúkt, en sýrunni strembnara. Þetta er hvorki bak-
að né soðið, heldr rétt ótið sem er, og kallast tisnii.
2. Smíðað úr því kökur almennilega sem dönsku
méli.
3. Gerður úr því grautur sem dönsku méli.
4. Látið þurt i flautir, hrært svo saman og étið.
Munngát kallast ölið, áður en gangurinn eður súrinn
kemurí það.
Melur, er mélið af kemur, vex í Skaptártungu, Með-
allandi, Álptaveri, Landbroti. Á Síðu vex ekkert.
Grautur af fuglaertum smakkar nokkuð væmið. En
mélið, sem verður rétt hveiti, ef það verkast vel, smakk-
ar og nokkuð væmnara en útlenzkt mél.
Rætur þær, sem vaxa undir þessu meigrasi, blöðk-
unni og staunginni, eru svoleiðis:
1. Þær stærri nokkuð líkar hálmi og kallast buska.
Þar af gérast lénur á burðarhesfa til reiðings.
2. Þær smærri rætur liggja út af buskunum á milli
melakollanna, eru svo smáar sem almennur saumþráður
og liggja þversum og langsum á allar síður, líkt sem
kongulóarvefnr; af þeim gerast gjarðir til klyfbera og