Blanda - 01.01.1924, Page 10
4
bæ Minni Okrum, og riœsta ár (1846—1847) er Höskuldur
einmitt á Minni Ökrurn, og })ann vetur er æíisagan skrá-
sett af Hjálmari, sem lokið hefur við hana 26. febr. 1847,
en síðar hefur Höskuldur bætt við, eða látið Hjúlmarbæta
við smáköflum til vorsins 1848, að sögunni lýkur að fullu.
Hefur Hjúlmar skipt æfisögu þessari í 8 kapitula með sér-
stakri fyrirsögn fyrir hverjum, eins og afskript Þorsteins
sýnir, en þessari kapitulaskiptingu og fyrirsögnum þeirra
er hér sleppt, sem algerlega óþörfu og jafnvel truflandi
fyrir gang sögunnar. Orðfærið er víðast hvar allgott, en þó
bregður út af því sumsluðar, með nokkrum dönskuslettum,
og dálítið övenjulegri orðaskipun, en eg hef látið stílinn
lialda sér óbreyttan. Vafalaust hefur Hjúlmari fundizt, að
Höskuldur liafi orðið hart úti í lífsbaráttunni og verið
„hrundið i urð út úr götu“ af mikilsmegandi mönnum,
skoðað liann sem einskonar olnbogabarn, er heimurinn fyr-
irliti, og traðkaði ofan ú, eins og á sjálfan hann. Og þessi
samúð með óbliðum æfikjörum Höskulds mun hafa komið
Hjálmari til að reynast honum vinur i raun, og halda
nafni hans og minningu á lopti með æfisögu þessari, enda
má með sanni segja, að ella væri þessa manns nú að engu
getið, eins og svo margra annara fátækra og lítilsmetinna
manna. Og þótt viðburðirnir i æfisögu þessari séu ekki
stórfelldir, sem ekki er við að búast, þá er frúsögnin samt
hugnæm og að mörgu merk, því að hún sýnir svo ljóslega
liina geysimiklu erfiðleika, er efnalitlir almúgamenn hafa
átt við að berjast á þessu Iandi fyr og siðar, til að liafa
ofan af fyrir sér og sínum, ekki sízt i hinum afskaplegu
hnrðindasveitum ú útkjálkum landsins, sem enginn getur
gert sér glöggva hugmynd um, sem aldrei hefur í þá eld-
raun komið, en alið aldur sinn í góðsveitum. —- Að svo
mæltu geri eg þessi fúu formálsorð ekki lengri, þvi að
sagan mælir bezt með sér sjúlf, sem eplirtektarverð lýsing
á erfiðum æfikjörum og lifsbarúttu íslenzkra kotbændn i
útkjúlkasveitum á fyrri hluta 19. aldar.
5. okt. 1923.
H. Þ.