Blanda - 01.01.1924, Side 11
5
Faðir minn hét Jón og var Jónsson. Hans kona en
móðir min hét Magnhildur Höskuldsdóttir1 2). Þeasi
hjón bjuggu i Olafsfirði á bæ þeim, er Hólkot heitir.
Þessi Jón hafði verið tvígiptur, og var Magnhildur
hans siðari kona. Þau áttu saman 6 börn, 4 syni, er
svo hétu: Sigmundur, Höskuldur, Guðmundur og Magn-
ús, og tvær dætur, Engilráð og Eagnheiði. Var þeirra
son Höskuldur fæddur árið 1792-) þann 16. Septem-
ber, og er eg sá hinn sami. Faðir minD, sem var fá-
tækur maður, flosnaði loksins upp frá búskap í Hól-
koti, og voru þá börn haus tekin af sveitarmönnum,
og alin upp á hreppsstyrk, utan eg einn, sem fór áð-
ur burt úr föðurhúaum, 12 ára gamall, að svonefndri
1) Faðir Magnhildar var Höskuldur, son Jóns Þorsteins-
sonar ú Kúlfsá í Olafsíirði, sem liin fjölinenna Kúlfsúrœtl
er frú komin. Móðir Magnhildar var Sigríður Þorleifsdóttir,
systir Geirmundar, föður Arnþórs, föður séra Sigurðar ú
Mœlifelli (ý 1866), svo að hann og söguhöfundurinn voru
þremenningar. Brœður Höskulds Jónssonar frú Kúlfsá voru
meðal annars: Andrós .Tónsson á Vatnsenda i Olafsfiröi
(t 1789), föðurfaðir Þorsteins dannebrogsmanns ú Skipalóni
og Asmundur Jónsson ú Múrsstöðum í Svarfaðardal, föður-
urfaðir Rögnvalds Rögnvaldssonar, föður Halldórs, föður
séra Zoplioniasar í Viðvik (t 1908), svo að Þorsteinn dbrm.
var þreinenningur við söguhðfundinn, en sóra Zophonias •'!.
og 5. Jón og Magnhildur giptust 30. úgúst 1789. Mun Jón
liafa dáið niðursetningur i Hornbrekku 14. júni 1824, um
úttrætt, en Magnliildur dó sem hreppslimur i Hólkoti 12.
júní 1837, 75 úra.
2) 1794 i lidr., en er rangt, því að Höskuldur er talinn
ungbam í Ilólkoti i des. 1792 (sbr. súlnaregistur frú Kviabekk),
en i prestþjónustubókinni er fæðingar lians ekki getið.
Mánaðardagurinn (16. sept.) er líklega róttur. Höskuldur
er fermdur 1806, 14 úra gamall.