Blanda - 01.01.1924, Page 13
7
bjá Jóni svonefndum Austmanni, og fékk þar við há-
karl og fiskirí fyrirtaks góðan afla.
Svo bar við einn morgun, þá eg var við svonefnt
róðraúthald með Jóni Austmanni og við vorum sökk-
hlaðnir orðnir af fiski, að formaður minn dró flyðru
mikla, hverja vér unnum og innbyrtum; sáum vér þá,
að vér vorum við það að sökkva. Á sömu mínútu
var þá i flýti afhöfðaður fiskur nokkur, og kom eg
því til leiðar, að haldið var í land, enda gerði upp á
ofsaveður, þá búið var að setja, svo mörg skip úr
sömu veiðistöðu náðu ekki sinni lendingu. Fór eg nú
um veturnætur heim að Vatnsenda, því nú gerði ill-
viðri, svo nú gaf ei lengi að róa; þó reri eg þar ept-
ir haustvertíð og fékk góðan afla, en þá var mér sýnt
í tvo heima, því einn dag, sem vér rerum, tók bátur-
inn að gliðna sundur undir oss; voru þá teknir streng-
ir og báturinn bundinn saman, og með háska miklum
komumst vér í land; síðan tekinn annar bátur það
eptir var róðrartimans. Settist eg nú heima og hætti
róðrum um tíma.
Vinnukona var hjá Guðmundi Sveinssyni á Vatns-
enda, sem Guðný Árnadóttir hót1), hér um 26 ára
gömul. Kom mér það til hugar, að vekja við hana
bónorð, sem gekk vonum skár; stúlkan gaf jáyrði
sitt um ráðahaginn með samþykki móður sinnar, er þá
var lifandi. Vorum við þá saman um veturinn, en sem
þetta fór að fréttast, stóð hreppstjórinn fast á móti
þvi, utan fengi jarðnæði. Fór eg þá á góu um vetur-
inn norður að2) Möðruvöllum til þarverandi amtmanns
1) Hún var dóttir Arna Asmundssonar á Amá í Héð-
insfirði (ý 28. marz 1812, 60 ára) og Guðrúnar Olafsdóttur
frá Staðarhóli í Siglufirði. Ámi var sonur Ásmundar Jóns-
sonar frá Kálfsá, svo að Höskuldur og Guðný voru þre-
nienningar.
2) Svo iidr., sbr. áður.