Blanda - 01.01.1924, Page 14
8
Stefáns Thorarensens og fékk leyfi hjá honum, að eg
mætti byggja eyðijörðina Grundarkot i HéðinBfirði,
hverja landeigandi ekki vildi byggja mér, utan eg
fengi yfirvaldaleyfi þar til. Meðan eg var i þessari
ferð að fá leyfið fyrir bygging á Grundarkoti, glettist
einhver til við mig og stal frá mér töluverðu af mat-
vælurn, sem eg átti, úr skemmu niður við sjóinn í Vik,
svo nú kortaðist fyrir mér lifsbjörg til búskaparins.
Samt fór eg til sjálfs min um vorið með stúlkuna1) og
keypti mér kú fyrir 2U rd., og 4 ær. Fékk um vorið
góðan afla sem optar, kypti mér um sumarið gras-
nyt og fékk nokkurt hey eptir þörfum. Þegar að haust-
inu leið vildi eg fullkomna ráðahaginn við fyrnefnda
Guðnýju Arnadóttur, stofnaði þá og til brúðkaups2 3) og
bauð til 100 manns; var þá gott veður og gleði nokk-
ur, þvi höndlari Nielsen") skaut 12 kanónuskot um
kveldið. ÍPar voru og nokkrir danskir menn, sem á
hákarlajakt lágu þar á köfninni.
Eptir brúðkaup okkar fór eg heim með konu mína
að Vatnsenda, og var þar um veturinn. Gerðist þá
harður vetur og ís(a)lög mikil fram um vor og allt til
þess 8 vikur voru af sumri. Þá vildi hreppstjóri Siglu-
fjarðarhrepps signor Kröyer4), að eg hætti við áform
mitt, að taka eyðijörðina Grundarkot i svo harðri tið
og lífsbjargarleysi af sjó og landi, en skyldi heldur
vista raig með konuna. Eg lét mér ekki hugfallast, og
1) Það hefur verið vorið 1816, sem Höskuldur hefur
l'arið að búa í Grundarkoti.
2) Höskuldur og Guðný giptust 28. nóv. 1816.
3) Þ. e. Niels Jónsson Nielsen verzlunarstjóri (')' á
Húsnvík 27. ágúst 1844), faðir frú Syl víu, er átti Guðmund
Thorgrimsen verzlunarstjóra á Eyrarbakka, og þeirra systkina.
4) Þ. e. Jóhann Casper Kröyer i Ilöfn (ý á Iielgastöð-
um í mai 1856 á 89. aldursári), faðir séra Jörgens Kröyer,
Halldórs Kröyer stúdents, Páls Kröyer í Hijfn o. fl.