Blanda - 01.01.1924, Síða 15
9
fór eg, þá SDjóa leysti, í Grundarkot, með konuna
ólétta og systur mína, sem eg tók okkur til Jéttis, og
skepnur vorar, sem fyr er getið. Nú tók eg til bygg-
ingar, og hafði byggt öll bæjarhús, þá 13 vikur voru
af sumri, en kona mín ól barnið í 14. viku. Samt
um sumarið fékk eg góða heybjörg, nær 100 hesta,
Uka góðan bjargarstyrk af afla i tveimur róðrum. Um
haustið byggði eg fjárhús, og hafði svo á þessu miss-
eri byggt öll nauðsynlegustu hús á þessari eyðijörðu,
sem var að dýrleika 3 hundruð og landskuld 2 sauð-
ir veturgamlir og hálft kúgildi. A þessu Grundarkoti
bjó eg 14 ár1) og eignuðumst við hjónin þar 8 börn
saman, og blessaði guð svo þetta litla hús, að börnin
min þáðu ekkert af hrepp. Börnin hétu svo: 1. Árni2),
sem nú lifir, giptur maður. 2. Jón3), deyði 2 ára. 3.
Björn4), dó fárra vikna gamall. 4. Björn annar5 6), deyði
á 3. ári. 5. Guðný0), dó á 5. ári. 6. Aðalbjörg7 8 9), deyðí
tæpt misserisgömul. 7. Guðfinna5). 8. Kristín0) lifa.
011 þessi börn voru fædd i Grundarkoti. En mitt fyrsta
1) Þ. e. Arin 1816—1830.
2) Fæddur 27. júlí 1817, Atti fyr Guðlaugu Pétursdótt-
ur ekkju, bl., svo Margréti Einarsdóttur, var ýmist búandi
eða i vinnumennsku, dó sem sveitarómagi i Vik í Héðins-
íirði 30. jan. 1887.
3) F. 9. ágúst 1818, t 14. sept. s. A.
4) Dó 18. april 1825.
5) F. 7. ágúst 1826, t 8. april 1827 (hefur dáið á 1. ári).
6) Hún dó 14. sept. 1825.
7) F. 11. nóv. 1827, j- 21. jun. 1828.
8) Fœdd 2Í). sept. 1820, Atti 1853 Einar Stoingrimsson,
fóru 1855 sem vinnuhjú að Gröf á Ilöfðaströnd, en að
Hvanndölum 1859, og voru svo í Sigluíirði jafnan sem
vinnuhjú, fóru út í Fljöt 1867, voru bl.
9) Fœdd 12. mar/. 1829, giptist Magnúsi .lónssvni. voru
* vinnumennsku á Deplum í Stiflu, og þar dö Kristín 2.
mai 1857.