Blanda - 01.01.1924, Page 16
I
10
búskaparár missti eg kú þá, eg keypti; var svo kýrlaus
8 ár, og hlaut því að koma niður börnunum, einu
eptir annað, þar til þau voru komin á annað ár, hvað ,
allt varð mór kostbaert. Fleiri af árum þessum voru
framar hörð, en mikið til minnar lifsbjargar var sá
góði afli, er mér hjálpaði, og formaður Jón í Vik i
Héðinsfirði lofaði mér optast að róa hjá sér, sem mér
jafnan varð að stóru happi. í>ess á milli náði eg opt
róðri á Siglunesi, því fleiri af hreppsmönnum voru
mér hliðhollir, að eg því heldur gæti haldið inni börn-
um mínum, því opt átti eg erfitt og mæðusamt, sem
bæði var í mestu harðindasveit og hafði sjaldan á að
skipa utan sjálfum mér, og mátti þar alstaðar viðtaka,
er kona mín ekki yfir náði, hver þó var hinn dugleg-
asti kvenmaður i öllum hlutum, er síðar mun sannað
með vitnisburði prests okkar. Opt kom það fyrir, eg
stóð yfir kindum mínum í misjöfnu veðri, hvar af það
stundum leiddi, að eg gat hjálpað sveitungum mínum
um hey í Héðinsfirði, hvar á meðal eg sérlega tel Mr.
Gisla Guðmundsson á Möðruvöllum1) ásamt Guðmundi
Sveinssyni á Vatnsenda2); skeði og stundum um mat-
björg, að eg gat opt miðlað án þes3 að líða skort
mikinn. Jafnframt þessu blés opt af kaldri átt í mínu
daglega lifi, eins og margra kjör eru hér í utlegðinni,
og set eg hér lesendum fyrir sjónir eins dags armæðu
mina: Það bar svo við einn dag, að eg stóð yfir
kindum minum í Grundarkoti, að bráður stórhríðarbyl-
ur brast á mig, svo mig hrakti með kindurnar fram
að Möðruvöllum; var þá langt af nótt, er eg náði bæn-
Um, þreyttur og yfirkominn, en enga kind vantaði af
1) Þessi Gísli átti Kristínu Ámadóttur, systur Guðnýj-
ar konu Höskulds. Gísli og Kristin fluttust úr Héðinsfirði
1832 að ÞorgautsstOðum í Stíflu. Gisli dó í Deplum 1865.
2) Guðmundur dó á Ámá 8. maí 1826, 51 árs.