Blanda - 01.01.1924, Side 17
11
liópnum. Daginn eptir var liarðviðurshríð, komst eg
þá heim, þótt erfitt gengi.
Næsta ár eptir þetta var bærilegur vetur; þá hafði
eg meðgerð með 2 tryppi og 1 hest, sem eg hafði til
byggingar; þar voru tveir hestar aðrir úr firðinum hjá
mínum hrossum. Þetta var á þorra, kom þá snjóflóð
svo mikið, að það tók þessi 5 hross öll saman, en eg
vissi ógerla, hvað af þeim var orðið; byrjaði þvi leit
með komumanni, því langt var til mannhjálpar á bæi,
en snjófllóðið var rétt á móti bæ mínum, og fundum
við 3 hrossin i snjóflóðinu, en eitt í ánni, en hið'
fimmta heimundir bænum, hvert snjóflóðið hafði þang-
að fiutt. Og í þetta sinn féll snjóflóð rétt íyrir utan bæ
minn og tók með sér hey í hverju voru 50 hestar.
Samt komst eg af með heybirgð þann vetur, þvi eg
hafði aflað heyja í betra lagi um sumarið.
Næsta vetur þar eptir fór eg með Gísla nábúa mín-
um Guðmundssyni landveg gangandi að sækja korn,.
en þá við héldurn tilbaka aptur upp á fjallið, gerði að
okkur þá grimmustu stórhrið; lágum við úti þá nótt,
en daginn eptir var samferðamaður minn mjög þjak-
aður, og gat sig varla hrært. Tók eg þá það ráð, að
eg batt utan ura hann bandi, og upp á hans fætur
þrúgur; togaði hann svo eptir mér og komst til bæja
að nóni; var þá með flýti farið undir kú og dreypt á
hann nýmjólk, lifnaði hann svo við. Nú leið vika^
þangaðtil við náðum heimilum okkar, bæði vegna las-
leika mannsins og hríðanna. Vetur þessi var almennt
kallaður harði vetur; komu algerlegar hriðar löngu
fyrir veturnætur, með mestu snjófergju, svo menn gátu
ekki náð til kaupstaðanna um haustið, og i einu orði
að segja, ekkert út af bænum farið fyr en á jólaföstu..
Byrjuðu menn ferð úr Vík í Héðinsfirði til Siglufjarð-
ar, og var eg ráðinn til þeirrar ferðar með þeim, en