Blanda - 01.01.1924, Síða 18
12
þá’~eg kom til skips voru þeir allir á burt. I því bili
koiu bátur eiun að uorðan og réðst eg hér í hann á
Siglunes, því nauðsyn rak mig íil að ná mér korn- >
björg. Fór eg nú inn i fjörð og út á nes aptur og lá
þar viku hriðfastur, þar til sá góði maður, Þorleifur
Þorleifsson, sem þar bjó, flutti mig inn i fjörðinn apt-
ur, því eg var eirulaus orðinn að vera heiman. Þaðan
lagði eg upp landveg til heimferðar i litilli upp-
birtu. Skall þá á mig enn að nýju stórhríð, svo eg
komst aðeins ódauður ofan í Sigluíjörð aptur og
dvaldi í Höfn hjá hreppstjóra Kröyer nokkrar nætur
þartil á nýársdag, að uppbirti; komst eg þá heim og
ekki erindi feginn, þvi þá var fennt kotið og fannst
ekki, þá til var komið. Hafði þá kona min verið inni lukt
18 dægur undir þessari óttalegu ábreiðu með 2 börn
og annað ekki af í’ólki. Kúnni og bindunum liafði hún
getað gefið, því undirgangur var til kindahússins og
í lækinn, en kýrin var i baðstofu. í þessum nauðum
hafði kona min til bragðs tekið að brúka lopt, er við
áttum í skemmu, fyrir stoðir og setti undir bæjarhús-
in, þar sJigast vildi, með þvi að saga og kljúfa fjal-
irnar, og mokaði hún 18 álna langan gang út og fram
úr bæjardyrunum til að leita eldiviðarhlaða, er þar átti
að vera, þvi allan þennan tíma gat hún ekki eld upp
tekið, og ekki þorði hún að sofna, nema láta eldra
barnið vaka á meðan, en 15 tröppur voru upp úr bæj-
ardyrunum. Þennan áðurnefnda nýársdag kom raaður
frá Möðruvöllum, næsta bæ, að leita botsins og fann
ekki, gekk ofan að Vik og safnaði mönnum, svo þeir
urðu 12 saman, og þá þeir komu til, var kona min
"búin að moka sig upp úr kotinu. Sýndist þá mönnum
óráð, að við skyldum þar um veturinn vera, og bauð
bróðir hennar okkur til sín og það þáðum við. Var
síðan kúnni ekið í húð af þessum 12 hjálparmönnum