Blanda - 01.01.1924, Page 20
14
ist þar kúsa, og það gat eg fengið fyrir sjálfan mig
en ekki kapalinn. Þótti mér þá fyrir og hélt þaðan í
fússi og þenkti nú að liggja úti, ef ekki vildi betur
til, en þegar eg hélt fram með gilinu og mér var að
að detta i hug, að bezt væri varlega að fara, þá vildi
það verða um seinan, því á sama augnabliki datt eg
ofan i gilið með öllu saman. Samt klungraðist eg af um
nóttina til Héðinsfjarðar og komst til bæjar að Amá, og
þótti mál vera. Bað eg nú bóndaun Ásmund að taka af
mór kapalinn inn i hús, sem þá var með öllu yfirkominn.
I>egar við hjónin vorum nú aptur komin i Grund-
arkot, sem fyr segir, eptir íauníargið, þá var ekki fært
að búa i baðstofunni; tókum við svo pallinn úr henni
og byggðum hann í skemmunni og tilsettum bás þar
neðan undir handa kúnni. Þarna hýruðustum1) við um
veturinn það eptir var; fór eg þá að moka ofan af
eldhúsgluggunum og voru það 5 álnir. Að viku liðinni
hérfrá tók af lækinn að öllu; mátti eg bera allt vatn
bæjarleiðina frá Vatnsenda. Sá eg það og reyndi, að eg
mundi ekki til þess endast, og keypti eg 2 menn og
klufum sundur skafl, sem var seiling á hæð, til ann-
ars lækjar, og þar hafði eg vatn það eptir var, en í
5. viku sumars sást fyrst á vindskifur2) skemmunnar.
Að nokkrum árum liðnum kom mér til hugar að
hafa mig í burt úr þessari harðindasveit. Palaði því
jarðnæði og fékk það í orði hjá bóndanum Jóni á Geir-
mundarhólum þáverandi. Hann lofaði mér hálflendu
jarðarinnar i orði, en ekkert var gert skriflegt. Reiddi
eg mig á þetta loforð, og rak eg að heiman 55 kind-
ur að tölu mánudaginn seinastan í vetri, en 15 skildi
eg eptir undir hirðing konu minuar. Áfangi minn fyrsti
var að Bakka á Bökkum, og þar var mér sagt, að
1) Svo hdr.
2) Svo hdr. = vindskeiðar.