Blanda - 01.01.1924, Page 21
15
brigðyrði mundi á liggja byggingunni á Geirmundar-
bólum. Maður sá, sem bjó á Bakka, var kunningi minn
og bauð mér að láta kindur minar hjá sér dvelja, með-
an eg fyndi húsbóndaefni mitt. Þetta þáði eg, og þeg-
ar eg fann nefndan Jón á Geirmundarhóli1 2), var hann
búinn með öliu mig að svíkja um áður talað jarðnæði.
Daginn eptir gekk veðurátt til hríðar og rak að hafis.
Þarna stóð eg ráðalaus með skepnur minar; þessi áð-
urnefndi Jón á Bakka tók að sér 12 gemlinga, en hitt
rak eg af stað i stórhrið yíir 4 bæi, og fékk ekkert
húsnæði, en þegar eg fann hreppstjóra Guðmund á
Yztahóli leyfði hann mér að fara í sjóbúð, sem faktor
Jakob Havsteen átti á Mýrnavíkuvbakka. Þá var bóndi
Helgi nokkur Þórðarson á Keldum og hafði lyklavald-
ið. Hann tók mér heldur stygglega, bannaði mér búð-
ina, og atti á mig og skepnurnar grimmum hundum.
Eg þóttist nú eiga fótum fjör að launa, þá eg þaðan
komst. Hitti eg því næst mann, er stóð yfir kiudum,
Björn á Yztahóli. Hann ráðlagði mér að fara að Ejalli,
því þar væru 2 kofar lausir, sem hann vissi. Þegar eg
þangað kom var húsbóndinn séra Asmundur Gunnlaugs-
son"), ekki heima, en bústýra Soffía var heima og
1) Svo hér hdr.
2) Séra Ásmundur hjó í Fjalli 1826—1828, svo að þessi
ferð Höskulds hefur verið um 1827. Hafði séra Ásmundur
áður verið sóknarprestur hans í Siglufirði 5 ár (1820—
1825), en missti prestsskap fyrrir óráðvendni o. fl. Var í
héraði dæmdur (af Gunnlaugi Briem) til hýðingar (15 vand-
arhögg) en slapp við liana i yfirrétti. Fékk aldrei prests-
skap aptur. Bjó síðast i Mikley í Skagafirði, og andaðist
á Viðivöllum 10. febr. 1860 á 71. afmælisdegi sínum. Var
afarmikill drykkjumaður, kom sér mjög illa og þótti lirak-
menni. Hann var móðurbróðir Jóns Thoroddsens sýslu-
manns og annars allvel ættaður, systursonarson Bjarna
landlæknis og séra Gunnars Pálssona, en bróðurson Hildar
Magnúsdóttur á Staðarfelli móður Boga.