Blanda - 01.01.1924, Síða 23
17
viðar. Var eg nú heima uokkrar nætur, þar til eg byrj-
aði ferð að Dýju til að vitja um kindur minar; voru
þær þá víðsvegar komnar, því nú var komið góðviðri,
en hirðing miðluDgsgóð; samt hafði eg ærnar allar apt-
ur, en gemlingarnir 12, sem eg skildi eptir á Bakka
var helmingur dauður af þeim, en helmingur lifði; hafði
þeim allar hriðarnar verið beitt með sauðum gjafarlaust,
en gemlingarnir voru rúnir. Að svo stöddu hélt eg
heim með kindurnar í vatnaleysingum og stórflóðum.
£>egar sá nafnkenndi góðgerðamaður og sveitarhöfðingi,
Jón bóndi á Brúnastöðum, sá til mín með reksturinn,
sendi hann 2 vinnumenn sina á báti að sækja mig og
kindurnar. Þar var eg um nóttina. £>aðan og frá 111-
hugastöðum voru mér léðir 6 menn morguninn eptir
til fylgdar yfír fjallið, og komst eg að Amá um kvöld-
ið, og var mér þar vel tekið voru þá ærnar óðum að
bera í höndum mér. Daginn eptir hélt eg heim. Að
því búnu fór eg út á Siglunes, og fékk þar góðan róð-
ur, sem mér varð að miklu bjargræði.
Nu tóku forlög mín að breyta sér og sýna mér enn
gerr, bvað óstöðugur að er heimurinn, ög allt hvað í
honum er, og hvernig að maður, opt óvitandi, plægir
eitt akurland öðrum til uppskeru. Kom nú i farir mín-
ar eptir mæðusamt erfiði, að komast burt frá Grund-
arkoti. Hvatti mig ekki mÍDDst til óánægja konu minn-
ar, sem þar festi ekkert yndi og aftók þar að vera,
siðan hún var innilukt UDdir snjófarginu forðum, svo
eg tók enn nú það ráð að fá mér eyðikot i Siglufirði,
nefnt Skútu, sem nú kallast Skútustaðir, og þangað
búferlum fluttifst) frá mínu Grundarkoti1) eptir 14 ára
1) Það var vorið 1830, sem Hösknldur fluttist frá
Grundarkoti í Siglufjörð. í sálnaregistri Hvanneyrarpresta-
kalls er býli Höskulds nefnt jafnan Ráeyrarkot, bæði
1830 og siðar, en 1834 eru Skútustaðir nefndir sérstaklega,
°S þú býr Gísli Þorvaldsson þar og Höskuldur i Ráeyrar-
Blaada III. 2