Blanda - 01.01.1924, Page 24
18
búskapardvöl, er eg liafði þar verið. Ástand mitt og
eignir, ])á eg reisti bú í Grundarkoti, er hér að fram-
an í sögunni á vikið, en nú flutti eg þaðan 34 ær, 30
gemlinga, 20 sauði, 1 kvígu og 1 kapal; átti og svo-
það vorið töluverðar fyrningar af heyi og mat og eldi-
við. Þar eignaðist eg á þessum árum 8 börn. Þar hafði
eg byggt á eiginn kostnað, að viðum og veggjum, öll
hús. Af því gamla túnstæði féll iyrsta sumarið hálfur
hestur af nautgæfu heyi, en þá eg burt fór hartnær
kýrfóður af töðu. Að þvi. leyti bætti eg einnig engjar
kotsins með árlegri uppvinnslu. Þar að auki veitti eg
lækuum skáhallt ofan af fjalli til bæjar og á tún og
þaðan niður til ár. Eptir kotið mátti eg árlega gjalda
i landskuld 3 sauði veturgamla og 2 fjórðunga smjörs
i leigur. Su fluttist eg, sem eg segi, búferlum að
Skútustöðum, hvar eg var nokkuð á 3. ár, byggði þar
baðstofu, búr, eldhúsgöng, bæjardyr og skeramu; af
túnstæði fékk eg fyrsta árið 1 hest, en seinasta sum-
arið 24, ræktaði nú tún og engi það bezta, eg kunni.
Hér mátti eg árlega greiða i landskuld 3 sauði vetur-
gamla og 10 pund smjörs i leigur. Þaðan mátti eg
hrekjast fyrir ýmsa afarkosti og ójöfnuð, en þó mest
sakir alræmdrar fólsku og óráðvendni bónda nokkurs
Gisla Þorvaldssonar, sem inn á mig hafði þrengt ver-
ið i tvíbýli, fyrir hverjum eg varð að flýja heimilið
um veturinn á jólaföstu í sjóbúðir þar á Grund, hvar
eg með konu minni og börnum mátti gista það eptir
var vetrarins fram á sumar. 011 þau á koti þessu fyr-
nefnd bæjarhús rnátti eg eptir skilja, og varð ei af eig-
anda kotsins að hálfu leyti borgað, sem þá var hús-
villtur og vegalaus. 8amt heimilaði hann mér enn að
koti. Höskuldur mun sjálfur liafa kallað bústað sinn Efri
Skútu, áður en hann hrökklaðist þaðan (1833) fyrir Gísla.
Um 1S45 er farið að kalla Skútustaði Efri Skútu.