Blanda - 01.01.1924, Page 25
19
nýju, að eg mætti nýbýli byggja á téðri lóð utan við
svonefnda Ráeyrarskriðu, bver skriða að aftók í febrú-
ar 1830 gersamlega allan Ráeyrarbæ með túninu.1)
Þarna nam eg staðar, og mátti enn sem fyr byggja á
eiginn kostnað öll nauðsynleg bæjarhús, og nefndist nú
kot þettta síðan Ráeyrarkot. Þar var ekkert túnstæði
og varð ei heldur fengið sökum votlendis samt fékk
eg þó unnið það litla á, að eg gat að síðustu fengið
6 hesta af töðu fyrir vatnsafveiting og áburð. Líka
vantaði á þessum stað hentugt vatnsból, hvers vegna
eg tók læk upp i háfjalli og veitti honum heim að bæ-
yfir langan og torsóttan veg, líkt og á GrundarkotL
A öllum þessum kotum hef eg skorið mótorf til eldi-
viðar, svo sauðatað gæti lagzt til jarðræktar. I land-
skuld eptir þetta kot hef eg mátt árlega gjalda 3
sauði, fyrir utan öll önnur lögskil, er eg til allra stétta
hef standa mátt af öllum kotunum, allteins og þeir sem
ekki hafa upptekið og byggt eyðijarðir. Nú var mér
loksins sagt upp ábúð á þessu koti næstkomaudi far-
dagaár af eiganda þess, Magnúsi Þorsteinssyni2), sem
sjálfur ætlaði að setjast á Skútustaði og sjálfur ætlaði
að nota sér allt land beggja kotanna, svo eg varð nú
með öllu jarðnæðis- og vegalaus fyrir konu og 4 börn,
því á Skútustöðum eignuðumst við 2 börn, pilt og
stúlku; sonurinn hét Sveinn3) og varð 6 ára gamall,-
þegar deyði, en dóttirin heitir Herdís4), sem enn nú
1) Þessi skriða féll 3. febr. (1830) og fórst þar ein göm-
ul kona(78 ára)Kristrún Björnsdóttir, bústýra; varð ofsein.
að bjarga sér, fór að ná kisu sinni, að sögn.
2) Leiðr. fyrir: Þorleifssyni í lidr.
3) Var fæddur 30. júli 1830, dó 12. febr. 1836.
4) Herdís Anna, fædd 12. jan. 1832, varð tvígipt, átti
fyr Þorvald Jónsson á Möðruvöllum i Héðinsfirði, er
drukknaði 30. apríl 1854, en síðar Jóhann Bjarnason, og
bjuggu þau á Steinbóli í Fljótum og áttu böm.
2*