Blanda - 01.01.1924, Side 26
20
lifir, en i Ráeyrarkoti áttum við einn son er Þorvald-
ur hét1) og deyði 3 nátta. Margt kom fyrir mig erfitt í
þessu koti af hverju eg framlegg hér eitt sýnishorn,
sem skeði þannig: Um veturinn 1837, sunnudaginn
næstan eptir þrettánda2) gekk eg frá keimili mínu á
annan hæ, sem heitir Leyningur, að sækja hrút, sem
mér var léður. Var eg illa útbúinn í lélegum leppa-
görmum og hattræfil á höíði og hólt á bandi í kendi.
Svona búinn gekk eg heiman i góðu veðri, hélt eg
rétta leið suður fyrir neðan Hól. l>ar brast á mig stór-
hríð, svo eg vissi engar áttir og ætlaði að kafna. Villt-
ist eg þá fram i afrétt, og þar var eg alla nóttina.
í>ar kom eg eitt sinn, meðan dagur var, á tóptir og aí
þeim tóptum villtist eg upp á fjallsbrún, sem kallaðar eru
Hólsskálir, og þekkti eg mig ekki fyr en þá, að halda
undan brekkunni; greip mig þá snjóflóð og flutti mig
með sér, en þá flóðið settist að, fór eg að brjótast um
og komst um síðir úr því, en allt var þá ofan um
mig slitið. Kom þá mér að liði band það, er eg hafði
i hendinni, og batt eg upp með þvi buxur minar, en
þó hriðaði mjög upp um kroppinn, og átti bágt að verj-
ast kuldanum. Gekk eg þá um gólf alla nóttina, því
ekki birti hriðina, fyr en nokkru fyrir dag. Fór eg þá
að reyna að róla úr stað. Var eg þá svo máttlaus orð-
inn, að eg datt á allar siður. í þeim svifum kom eg
á svellbunka, og féll eg þar skaðabyltu, svo eg lá
lengi i óviti, en þá eg raknaði við, gat eg ekki staðið
á fætur, skreið eg þá langan tiraa, skjögraði þó um
síðir á fætur og fór að draga ofurlítið áfram, þartil að
íærðist í mig ylur. Dimmdi nú veðrið að nýju, svo tæp-
lega var ratandi. Hélt eg svo áfram, þar til eg sá
einhverja þústu, sem eg ætlaði mundi bær vera. Kom
1) Hann dó 12. marz 1835.
2) Þ. e. 8. jan.