Blanda - 01.01.1924, Síða 27
21
®g þangað og skoðaði þetta umhverfis og fann á eng-
dyr. í því bili sá eg til sjávarog var það allskamt.
Þenkti eg, að ekki skyldi eg fast að sjónum halda, ef
eg kynni að álpast fram á bryggju og detta þar ofan
i. Sneri því aptur og skoðaði þústuna sömu, sló í
hana og hrökk úr köggull, og beit í hann, og fann þá,
að þetta var mótorfhlaði nálægt Hóli, og þar þekkti eg
mig, en treystist þó ekki að komast til bæjar, heldur
fór eg innan i annan hlaða, sem presturinn átti; fann
eg það bráðum, að eg mundi þar deyja, vildi því enn
revna að bjarga lifinu, skreið af stað á fjórum fótum
heim að bænum Hóli og upp á baðstofuglugga, lagði
höndina á gluggaun, en gat ekki kallað, en búið var
að kveykja ljós fyrir daginn. Húsfreyja kom út og sér
mig, og spurði, hvort eg lifandi væri; hún varð þess
vís, og komst eg svo með henni til baðstofu og undr-
uðust allir. Þorfinnur1) bóndi, brjóstgóður maður og
hjálpsamur, gekk að með annan mann að ná af mér
leppagörmunum, og þá þeir skoðuðu var skyrtan eitt
svell innan upp og niður í gegn, en hattinn klipptu
þeir af höfðinu í miðju hári. Var siðan allur líkaminn
makaður sírópi, og hellt ofan í mig brennivínsblandað
kaffi. Mátti eg með sanni segja, eð eg hitti þar beztu
foreldra hendur, þvi annars hefði eg ekki lífi haldið.
Þegar eg hafði sofið um stund, vaknaði eg við það,
að eg var búinn að fá óliðandi kvöl í allan kroppinn,
svo eg þenkti ekki annað, en eg mundi verulega leggj-
ast og deyja; vildi því heldur komast heim; var mér
svo léð fylgd og föt af þeim góðu hjónum, en þá eg
heim kom lagðist eg og lá hálfan mánuð, bólgnaði all-
ur út- og innvortis, en batnaði við að drekka af te
sem og einnig áburðarmakstri, sem faktor Muller hjálpaði
1) Þorfinnur Jónsson bóndi á Hóli, merkur maður og
greindur, drukknaði 26. nóv. 1855. Kona hans var Sa'unn
("(■ 1881) Þorsteinsdóttir frá Staðarhúli Ólafssonar.