Blanda - 01.01.1924, Page 28
22
mér um. Að öllu þessu afstöðnu fór eg yfir á Eyri og
lofuðu Siglfirðingar mér að róa, og fékk eg góðan afla,
og þótti mönnum mikils um vert, að eg var jafngóð-
ur orðinn.
Nú vík eg þar að, sem fyr var frá horfið, að eig-
andi að Báeyrarkoti flutti sig ofan á mig. Sem ráð
var fyrir gert, ætlaði hann að flytja sig á Skútustaði,
en gat ekki náð; fór hann svo bónarveg að mér til að
fá mig til að standa upp frá sér, sem eg gerði með
stórum skaða minum1). Varð eg þar svo húsmaður í
skemmukofa, grasnytjalaus, með konuna og 3 börn.
I þessu ráðaleysi keypti eg hákarlaskip og héit því út
á heilagfiski um sumarið. Afli sá, eg á það fékk, 600
lúður og nokkuð af fiski; þar af hafði eg mitt lífs-
bjargræði það ár, og margur þurfandi flutti frá mér
töluverða björg. A því ári deyði kona Magnúsar £>or-
steinssonar í Ráeyrarkoti2 3), og skömmu þar eptir sái-
aðist mín kona snemma á einmánuði5). Gerði eg eptir
hana góða útfararminning og bauð til 60 manns; fóru
allir ánægðir af þeim fundi. Kona mín var á 50. ári,
þegar hún deyði4), og voru fáar konur hennar likar
að dugnaði og dáðríki. Eptir þetta tók eg ráðskonu,
Guðlaugu að nafni5), með tveimur börnum, eitt ár.
1) Það var 1838, sem Höskuldur varð að hœtta búskap
i Ráeyrarkoti, en Magnús Þorsteinsson fluttist þangað.
2) Guðfinna Aradóttir kona Magnúsar dii 19. nóv. 1838.
3) Guðný. kona Höskulds, andaðist 22. marz 1839 úr
langvarandi brjóstveiki.
4) I prestþjónustubók Hvunneyrar er hún talin 46 úra en
þetta er réttara, því að bún er fœdd um 1789—1790 í Svarf.
aðardal, en þaðan fluttust foreldrar hennar skömmu síðar
að Ámá í Héðinsfirði.
5) Hún var Pétursdóttir, ekkja Benedikts Benediktsson-
ar í Grundarkoti ('j' 1838).