Blanda - 01.01.1924, Page 29
23
Haca eignaðist síðan íyrir konu Árni sonur minn1). Svo
barðist eg eptir þetta með elsku dóttur mina Guðfinnu,
skepnulitill i húsmennsku, en hef opt fengið mikil höpp
af sjóarafla. Um þessar mundir var mitt gamla Grund-
arkot i eyði, og íalaði eg það enn á ný til ábúðar, og
var mér þvi lofað af eiganda kotsins. En þá bjó i Vik
i Héðinafirði Jón .Jónasson2) og hafði kotið með, og
bægði mér frá með ofrikisfullri aðferð sinni. Ei að
siður flutti eg mig á kotið3 4) með þessa mina elztu
dóttur og hér um 20 kindur, og þar var eg nokkrar
vikur, en svo gekk hart að fyrnefndur Jón, stefndi
mér fyrir forlíkuri, en þó sat eg kyr; hlaut þó um síð-
ir undan að láta og fá mér húsmennsku á Höðruvöll-
um upp á mjög erfiðan máia, því stúlkuna varð eg að
Ijá um sláttinn í 6 vikur, svo eg gat lítið hey fengið.
I 18. viku sumars gat eg fyrst heyskap byrjað, og
fékk eg hjá kunningjum mínum slægnareitur hæst i
fjöllum og mér mjög erfiðum. Samt reif eg saman 24
fúlgur, og var að þessu fram að Mikaelsmessu. Dundu
þá yfir hin mestu illviðri, svo eg gat engum kofa upp
komið. Þó fór svo, að velnefndur bóndi Jón Jónasson
léði mér tvo kofa, sem hann átti i optnefndu Grund-
arkoti, ofan yfir kindur mínar, sem eg rak þangað um
veturnætur1). Setti eg þá á mig 18 ær og 19 lömb.
Veðuráttan harðnaði æ meir ogmeir, allt fór í kaf, holt
og hæðir. Setti eg þá spýtur upp úr fúlgum mínum
1) Hún var fyrri kona lians, og andaðist 5. júli 1858 í
Rúeyrarkoti, 63 ára.
2) Hann var sonur séra Jónasar Jónssonar, síðast prests
i Reykhólti, og bróðir sammæðra Þórðar háyfirdómara. Jóu
fórst i snjóflóði 22. nóv. 1841, úsamt sambýlismanni sínum
Jóni Jónssyni. Lík þeirra fundust aldrei.
3) Það hefur verið vorið 1841, eptirSúra húsmennsku í
Rúeyrarkoti.
4) Þetta sama lmust hefur Jón farizt i snjóflóðinu.