Blanda - 01.01.1924, Page 30
24
til leiðarvísis, að eg þær aptur fyndi, en snjóhús byggði
eg heima við Grundarkot, og ók þangað heyi mínu,
og fennti i það og fór mjög illa. Tók eg því til mið-
vikudaginn þriðja í jólaföstu og skar öll lömbin, og
þenkti betra svo búið, ef eg gæti ánum haldið. Eggj-
uðu mig margir af því verki, en það kom mér að
góðu, því alltaf harðnaði veðuráttan, svo margir skáru
skepnur sínar þann vetur, og seinast fann eg ekki 8
fúlgurnar fyrir fönn; samt á endanum kom eg fram
ám mínum í bezta lagi. Það skeði einn dag, sem opt-
ar, að eg var að aka heyi úr fúlgum mínum í tveim-
ur pokum, að hljóp upp á ofsaveður á vestan, svo eg
missti frá mér báða pokana; fór eg á eptir að elta þá,
sá eg lítið til annars, en ekkert til hins, elti eg þann
og sá langt ofan eptir firði, þar til hann staðnæmdist
i einni vök á ánni, þar hylur var djúpur undir; eg
gekk við skóflu og hafði engan botn með henni, labb-
aði því heim í kofa minn og sótti garðabandið; kann-
aði nú dýpið og var það mér í öxl; fór eg nii ofan í
þennan dauðans hyl, þótt ekki væri fýsilegt, náði nú
til pokans og lypti honum upp á skörina, en stórhríð-
in dreif haun á mig jafnótt aptur, svo eg loksins yíir-
gaf (þetta) hálfdauður, skreið svo heim í Grundarkot
og héllt lífi fyrir það eg komst í kindaylinn. 'Þegar
mér var farið að volgna fór eg að gefa ánum það lit-
ið eg átti þar við af heyi; síðan lagði eg af stað og
náði með naumindum Möðruvöllum, og furðaði fólk
sig á, hvað eg var venju framar daufur og alvotur,
þar til eg hafði sagt því alla söguna. Bað eg nú að
]já mér poka á tveimur bæjum og fékk ekki; tók nú
það ráð í ráðaleysi að ]áta dóttur mína saurna poka
úr báðum rekkjuvoðum minum, heldur en að drepa
ærnar, og við það bjargaðist eg um tima, en að mán-
uði liðnum hérfrá batnaði veðuráttan ; byrjaði eg þá leit