Blanda - 01.01.1924, Page 31
25
og fann báða pokaua. Þannig barðist eg þennan vetur
til vordaga.
Einn dag sem optar fór eg að erindum mínum ofan
að Vík. Datt eg þá ofan í læk á leiðinni, lenti á steini
með knéð, og hjóst i sundur tvennar buxur og hold
að beini. Lá eg nú æðilengi í þessum sárum. Engin
skip fóru til leguferða, fyr en kom fram á vor, og
langaði mig til að leita mór bjargar. Bað eg því ná-
granna mína að leggja saman við mig og fara vestur
á Nes, en það vildu þeir enganveginn, svo eg hafði
engin ráð, nema lagði af stað gangandi, mjög lasinn í
fætinum, og lét eg dóttur mina fylgja mér. Var eg á
leiðinni frá eldingu til nóns að róla yfir fjaliið til
Siglufjarðar. Kom eg í kaupstaðinn og hitti þar góð-
an mann, Olaf JÞorsteinsson, sem lofaði mér að róa;
fékk eg í þeim róðri 15 kúta lifrar í hlut, og fáum
dögum síðar fór eg annan róður og fókk 13 kúta hjá
sama manni Olafi. Þessi formaður beiddi mig að ljá
sér Guðfinnu dóttur mína fyrir vinnukonu; þótti mér
illt að neita því, svo eg gerði það. Flutti eg mig þá
burt úr Héðinsfirði, og í Siglufjörð. Fór eg þá í kofa
minn gamla í Ráeyrarkoti1) og baslaði þar einn í hús-
mennsku þetta ár. Að þvi ári liðnu tók eg mér ráðs-
konu, Kristbjörgu Guðmundsdóttur, ofan úr Skagafirði
með tveimur börnum og var mér mjög ámælt þar fyrir
af hreppstjóranum, en ei að síður tók eg hana, og
hélt hana eitt ár og eignaðist með henni eitt barn i
viðbót, sem Sigríður Rannveig hét, og gerði eg síðan
stúlku þessa vel úr garði með börnum sínum2). Árið
1) Það var 1S42, og cr Höskuldur J)á um áramótin lal-
>nn þar „síflakkandi húsmaður í óþakklæti" í sálnaregistri
Hvanneyrar (eptir séra Olaí' H. Thorberg).
2) Hún mun hafa verið rekin burt frá Höskuldi með
harni þeirra óskirðu (eða ófæddu) 1844 vestur á Höí'ða-
strönd, sem liklega hefur verið sveit hennar.