Blanda - 01.01.1924, Page 33
27
og hefur jafoan verið álitinn rnaður féiítill, en þó
farðanlega vel tekizt að liýsa kotin, og komizt frá
kostnaði byggingarinuar. Honum hefur og tekizt öll-
um vonum framar að útvikka tún og rækta þau,
sem og að veita heim á þau lækjum um langa og
ekki greiðfæra vegu. Höskuldur þessi er að sönnu
ekki álitinn sérlega duglegur til heyskapar, en ept-
ir því duglegri til að fylgja fó og hrossum til jarð-
ar á vetrum, svo honum hefur tekizt að fleyta eins
miklum peningi á þeim jarðnæðum, sem hann hafi
hefur, og hverjum góðum meðal heyskapar- og at-
orkumanni mundi tekizt hafa á þeim eða þeim
áþekkum. Hann hefur jafnan haft þunga ómegð, en
sjaldan nema sig og konu sina fyrir að vinna. Þó
hefnr hann aldrei, að undanteknu fyrsta búskapar-
árinu, máske þó mjög litið, notið lireppsstyrks. f’jög-
ur eru börn hans lífs, sonur um tvítugt, dóttir 18
ára, önnur 7 og þriðja 5. Kona hans er rótt um 50
ára gömul, álitin einhver mesta þjónustukona, eink-
um utanbæjar. Fjárhagur Höskulds1) eða fjáreign
er mér ekki algerlega kunnugt; þó ætla eg, hann
naumast svari til áforms hans.
Höfn þann 4. nóvember 1836.
Páll Kröyer hreppstjóri.
Þennan vitnisburð sannar
0. Thorberg prestur.
Kú er frá þvi (að segja) að þessi tilraun mín kom
að engu; lagði þó herra amtmaðurinn sitt bezta
til, en Múlastaðarpresturinn stóð fast i móti; kvaðst ei
missa mega not eyðijarðarinnar, hver þó hggur meir
en hálfa þingmanualeið þaðan. Hætti eg svo við þenn-
an útveg, og tók enn annan fyrir, nefnilega að sækja
um eitt annað eyðikot, sem Nes heitir austur á Mel-
1) Hfiskuldar, hdr. jafnan.