Blanda - 01.01.1924, Page 34
28
rakkasléttu i sömu sýslu1). Tilsetti eg enn nú bænar-
skrá til herra amtmannsins svolátandi,
„Hér með dirfist eg undirgefnast að frambera mál
mitt fyrir yðar hávelborinheit, sem er svolátandi, að
leigja mér eyðijörðina, sem er Nes á Sléttu, þar
eg hef að nokkru leyti verið sem tóm(t)húsmaður
þetta ár með 5 menn i fæði, grasnytjalaus, en jarðar-
eigandinn fiutti sig ofan á mig. Eg eg því orðið að
kaupa hvað eina, eg hef með þurft þar. Undirkaup-
maðurinn í Siglufirði hefur fortalið mér, að kongs-
jörð þessi áðurnefnda fyrir austan þar á Sléttunni
sé vel byggileg og hafi verið byggð til þessa, og
nú fyrir fáum árum. Þessari eyðijörð er sagt, að
fylgi bæði reki og selveiðiúthald, sérlega þægilegt
til sjávar, stuttfarið, og róið hérumbil viku og hálfa
viku undan landi lengst. Þetta fortaldi hingað há-
karlajakt sú, er hér hefur á milli farið. Eg keypti
liákarlaskip og hef haldið því út og afli sá, eg hef
fengið eru 600 lúður og nokkuð af fiski. Þetta hef-
ur verið mitt lífsbjargræði þetta ár og margur þurf-
andi farið með töluvert írá mér, sem nú og þá hafa
verið þurftugir, helzt frá öðrum plássum. Þetta fulln-
ast mór vitni að, ef til þyrfti að koma. Nú er mér
ekki hólpið hér að vera lengur, þvi ekki er að
byggja upp á þetta framar en annað, sem á völtum
fæti er. Nú beiðist eg fyrir yðar hávelborinheitum
að álita mig og styrkja til þessa, þar sem eg hef
ekki notið friheita áður fyrir bygging jarða þeirra,
er eg úr eyði uppbyggt hef. Undirgefnast
Höskuldur Jónsson til heimilis á Eáeyrarkoti í
Siglufirði 14. janúar 1839.
Hávelbornum lierra amtmanui B. Thorarensen."
1) Það hefnr verið Höskuldsnes, sem það venjulega ei-
svo kallað, nyrzt á Melrnkkasléltu, og hefur verið notað.
frá .úsmundarstöðurn.