Blanda - 01.01.1924, Page 37
31
i Skagafirði, að nafni Gottskálk ÞorvaldssoD, liver að
sagðist eiga ráð og hafa meðgerð með kot eitt i Blöndu-
hlíð, svokallað Minniakragerði, hvert hann á því ári
1845 hafði léð og byggt ekkju einni, að nafni Þór-
eyju Jónsdóttur, gamalli konu, sem þar vildi reyna að
hokra með stálpuðum dreng, er henni fylgdi. Lét hann
vel yfir, að eg mundi geta eignazt þetta kot og kom-
izt þangað til rólegheita hjá ekkju þessari. Konan lét
sér þetta vel líka, og fluttist hún búferlum í kotið um
vorið. Þegar vera mín gat ekki lukkazt að Skálahnjúk
og eg hafði lokið vorönnum mínum og komið fram á
sumar, flutti eg mig lauslega að þessu Minniakragerði,
eptir undanförnum ummælum, og þenkti nú að stað-
næmast þar loksins. Ekkjan hafði hina mestu þörf á
minni þarkomu á þessum tíma, sem bæði var bjargar-
laus og verklitil. Settist eg þar að og dró að henni
töluverð bjargræðisföng úr Siglufirði, hvar eg hef jafn-
ast átt nokkurt forðabúr. Til útvega þeirra gat hún ekk-
ert mig styrkt fyrir efnaleysi; sætti eg því útvegum
öllum á minn eiginn kostnað; vann eg þar að auki
nokkra sumarvinnu. Þessa aðdrætti brúkaði ekkjan
rikmannlega, svo eg jós tæpast við leka. Nú kom vet-
nrinn og lagðist hart að með hríð og fönnum. Sá hún þá,
að eg muDdi hljóta að hætta um stuDd og setjast; breytt-
ist þá skaplyndi hennar við mig og amaðist við mér með
allt slag, og rak mig loksins með jólaföstu burt, en
hélt eptir öllu því, eg átti þar. Þessu undi eg illa
og stefndi henni til forlíkunar, hvar eg þó vann ekki
nokkra bót, en þó hafði hún í frammi við mig svik
og hrekki, fyrst og seinast, og deyði loksins út frá
sinni iðju á næstliðnu sumri. Þóttist hún hafa mig frá
sér rekið eptir heimuglegum áeggjunarráðum nefnds
Gottskálks Þorvaldssonar, á hverju eg veit ekki sann-
iodi, en hafi svo verið, mætti sýnast, að þau hefðu
stofnað heimuglegt félag til að féfletta mig og útníða.