Blanda - 01.01.1924, Page 38
32
Eptir um veturinn varð eg að bjarga liíinu meðal
góðra manna, þar til út á leið og veðurátta hægðist,
svo eg gat komizt til Siglufjarðar. Dvaldi eg þar það
eptir var vetrarins og fram á vor. Tók eg mér þá
ferð á hendur fram í Skagafjörð að vitja hrossa þeirra,
sem eg skildi þar eptir um veturinn tiJ göngu. JÞetta
vor, nefnilega 1846, flutti sig að Minui Ökrum í
Blönduhlíð búferlum ekkja nokkur, að nafni Margrét
Sveinsdóttir, með fyrirvinnunefnu og ekki annað fólk.
Eg kom i tal við þessa konu, og kom sá samningur
inilli okkar, að eg færi til hennar og gerðum svo sem
félagshú úr efnum okkar beggja, og hafði reyndar i
hug, að ske kynni, að eg gæti hýrzt hjá henni fram-
vegis og fengið rólegheit. Dró eg því að henni
bjargræðisföng á næstliðnu sumri og reri eg svo til
sjóar hennar vegna, en hafði hjá henni tilflukt þess á
milli. Af þessum útvegum og aðdráttum mínum leiddi
það, að eg tók mitt gamla hákarlaskip í Siglufirði og
flutti á því föng inn á Skagafjörð til að stytta flutn-
inga á aðdráttum, sem og einnig að (fengið gætu) greiða
heimferðarleið í vertíðarlokin nokkrir skagfirzkir sjó-
menn, er róið höfðu i Siglufirði. Eg setti upp skipið
á svokölluðu Karlsnesi fyrir norðan Bakka í Yiðvíkur-
sveit, og bjó þar um, en er á leið sumarið komu
brim svo mikil, að gengu yfir öll óvonaleg takmörk;
tók út skipið og brotnaði í spón, ásamt fleiri skipum
beggja meginn fjarðar. Þetta orsakaðist af ferð minni
til nefndrar Margrétar, og hygg eg, að hingað megi í
spotti (heim)færast máltækið: Giptu skal til göfugra
manna sækja. Þannig fór mitt góða og lukkusæla skip,
er hét Sumarliði, á hvert guð hafði mér marga bless-
un gefið, og fleytt mér og öðrum yfir hafsins bylgjur.
Bú kom veturinn að vanda og hef eg lítið af hon-
um hjá konu þessari verið; veit eg nú ekki annað en
eg fari nú alfarinn frá henni á þessum degi, er eg