Blanda - 01.01.1924, Page 39
33
J>etta skrifa, þvi hún vill nú hvorki heyra mig né sjá
siðan vetraði og eg hætti aðdráttum. Yirðiat mér hún
vera af sama anda leidd og fyr áminnzt JÞórey Jóns-
dóttir, nefnilega að narra mig og féfletta, enda hef eg
víðast orðið var við það náttúrufar i Blönduhlíð, enda
hefur lengi verið mikið sagt af þeirri sveit, en eg
hygg hvergi meira en hálfsagt.
Af þessari frásögu yfirhöfuð getur hver einn heilvita
séð, að guð hefur þó dásamlega fleytt mér gegnum
margan háska, bæði á sjó og landi; hef eg þó úti-
gleymt því, að eg hef þrisvar fallið ofan í isvök, þá
eg var á Siglunesi, ungur vinnumaður; var það við
veiði þá að slá æðarfugl í vökum, fór eg til botns, en
kom upp aptur í sömu vök; gat eg í annað sinn
skriðið upp á jaka, en i öðru sinni náði húsbóndi
minn til mín, þá eg kora upp í vökina. Tvisvar hef eg
lent í snjóflóði fyrir utan það umgetua hér að framan;
gat eg skriðið úr öðru sjálfur, en upp úr öðru var eg
mokaður af manni svo þjakaður, að blóðið gekk upp
úr mér. Tvisvar (hef eg) verið staddur úti á sjó í
mannskaðabyljum, þegar önnur skip fórust, í þriðja
sinn í háskabyl fyrir Dalalandi á byttu með annan
mann, náði þó til lands, gat borgið lífi og góssi fyrir
það, að sá góði maður, Þorvaldur i Dölum1) sendi
mér tvo menn sína til hjálpar. Opt hefur heiraurinn í
kringum mig og illgjarnir menn leitað á mig, og yfir-
valdið fyrir litlar eða engar sakir, hvar af eg set
hér eitt dæmi til sýnis af mörgum, sem skeði i fyrra-
sumar, þá eg var í fyrnefndu Minuiakragerði og átti
leið sem ferðamaður um Höfðaströnd hjá Mýrakoti,
hvar mig yfirféll saklausan maður, sem nefndur var
1) Þorvaldur Sigfússon í Dölum var merkur maður og
nuðugur, kallaður „Þorvaldur riki“. Hann dó 5. sept. 1879,
79 ára.
Blanda III.
3