Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 43
37
einkum af píski hans, með hverjum hann barði mig
svo vel um höfuðið sem skrokkinn. Einu sinni barði
hann mig svo, að eg namdi ekki af hljóðum, svo
það heyrðist á aðra bæi, nefnilega Hornbrekku og
Mannskaðahól, því þessir tveir menn áðurnefndir, er
á horfðu leik þennan, sýndu sig ekkert í að hamla
okkar viðureign. Að þessu búnu tók hann hest minn
Og poka og flutti til bæjar síns, ásamt þeim Ólafi
og Evert, hverjir allir fóru heim, en eg hélt áfram
leið mína gangandi, eptir hestunum, sem fyr segir
og á undan runnu. Og þá eg var búinn að fara
litið eitt áfram, heyrði eg enn í hálfrökkrinu eptir
mér riðið, og þar Evert kominn á hesti Jóns og
skipar mér að fara til baka og sækja hest minn, og
var í mér ótti að hlýðnast því fyrir nýju áfelli, en
hann lofaði að sjá til, að mér yrði ekki nýtt tjón að.
Síðan hlýðnaðist eg Evert og tölti á eptir honum
heim að bænum og höndlaði hest minn og poka
slysalaust, og hélt nú á stað, illa útleikinn, náði
hestunum og fékk náttstað i Artúnum. Þegar eg
kom til friðar mius hjá góðu fólki, fór eg að for-
vitnast með ijósi í poka minn, hvern þó Þorsteinn
átti, hver enn nú var ekki búinn að ná mér; vant-
aði i hann, sem eg nú veit 1 pund af heigluðum
hör, en af öðrum vörusortum, sem í honum voru,
veit eg ekki, hvort meira hefur tapazt, en úr minum
eiginn poka, sem átti að vera á einum baggahestin-
um, vantaði mig mestallt það brauð, bæði skips- Og
hveitibrauð, sem eg hafði keypt í tveimur höndlun-
um i Siglufirði, og enn ekki eða get vel sagt, hvað
mikið átti að vera i allt, fyrir utan pelaglas með
brennivin og mjöð niðri i vetling og smjörbita, sem
háleistar voru vafðir um. Er eg svo búinn að tjá i
frómlyndi og sannsögli ósæmilega breytni óhlut-
vandra manna við mig í té látna, óforvarandis ein-