Blanda - 01.01.1924, Page 45
39
5r, eins og nokkur dæmi hér að framan sýna, svo hef-
ur og margur góður maður reynzt mér vel í mörgu
tilfelli, svo sem var hinn nafnfrægi góðgerða- og greiða-
maður mr. Jón á Brúnastöðum, sem áður er sagt og
jafnframt honum velnefndur hreppstjóri sgr. Einar Guð-
mundsson á Hraunum, að hvers húsum mig einatt bar,
illa á mig kominn, undir margslags bágum kringum-
stæðum, og þáði hjá honum ætíð hjálp og greiða, sem
margir aðrir munu með mér sanna af eigin reynslu.
Þar er nú til máls að taka, er síðast hætti, er eg
var á Minni Ökrum veturinn 1846—1847 hjá ekkjunni
Margréti Sveinsdóttur. Þóttist eg nú á þessu tímabili
sannfærast um, að ekki var til hennar að sækja neina
dyggð né hollustu á mína síðu, en eg húinn að líða
töluverðan kostnað og óhag með ýmsu móti. £>á tók
eg til að hreyfa mér1) úr stað, þegar kom fram um
góu og draga mig eptir vanda til útsveita, hvar iíf mitt
hefur lengst og bezt við haldizt. Lenti eg nú fyrst á
Dölum og reri þaðan 3 hákariaróðra. Síðan dró eg mig
þaðan inn i Siglufjörð, leigði mér timburstofu til ibúð-
ar, og hef haldið þar til um afliðið sumar, hvert sum-
ar hefur mér eitt hið inndælasta verið æíi minnar, eins
og það hefur yfirhöfuð verið hið arðsamasta til lands
og sjávar. Hef eg sætt sjóróðrum eptir megni, svo að
nú i lok vertíðar hef eg fengið hákarlslýsishlut V/a
lýsistunnu, en af fiski hér um 800. Hór að auki ávann
eg mér með nokkrum sendiferðum töluvert hagræði.
•Jafnframt hef eg á þessum tima eignazt tvö fiskiróðr-
arskip í staðinn þess eina, sem eg missti i fyrra. Þann-
ig hefur nú, enn sem fyrri, guð af rikdórai náðar sinn-
ar sent mér björg og blessan á mitt litla erfiði og út-
sjón. Honum séu eilífar þakkir.
Nú þegar eg þetta skrifa, sem er á jólaföstu 1847,
1) Svo hdr.