Blanda - 01.01.1924, Page 46
40
er eg kominn sem veturvistarmaður upp í Skagafjörð
að svonefndum Silfrastöðum til þar búandi hjóna Sfig-
urðarj Sigurðssonar1) og YfalgerðarJ Björnsdóttur.
Lagði eg þangað fyrirfram með mór forða, og er það
mín þriðja ferð upp til Skagafjarðarhéraðs, svo sem
til vetursetu. Hvernig sem nú tiltekst horfir nú líkleg-
ar við til nytja en til forna hjá ekkjunum Þóreyju og
Margréti, sem einasta fölsuðu mig og féilettu, en á.
þessum stað getur velmegun, sómatilfinning, híhýla-
prýði og skyldugleiki allt hjálpað til að gera mér líf-
ið létt þessar fáu vikur. — Þegar eg hafði verið á
Silfrastöðum á þriðju viku fór eg smámsaman að kom-
ast að ýmsu mór ógeðtelldu; meðal þeirra eitt var þaðr
að fæðið fyrir mig um daginn mundi verða reiknað til
24 skildinga. Þóttist eg þá sjá, að vetrartíminn mundi
verða mér ærið dýr. Töluðu nokkrir kunningjar fyrir
mér, að mér væri betra að slá mér á flakk, og buðu
mér að dvelja hjá sór nótt og nótt kostnaðarlaust, sem
eg þáði, og rólaði burt frá Silfrastöðum eptir hálfrar
þriðju viku dvöl, og gekk slyppur frá þvi, eg þar átti,
óánægður og allslaus þá i stað; dvaldi þá hjá ýmsum
kunningjum fram á góu; dró eg mig síðan að vanda
út til Siglufjarðar og keypti um leið hákarlaskip fyr-
ir 20 spesíur af prestinum séra Jóni Hallssyni i
Felli, á hverju eg ætlaði mér að komast, ásamt fleir-
um mönnum, út fyrir landið, en langsöm illviðri bægðu
þvi á þeirn tima. Hlaut eg því, ásamt þeim mönnum,
er með mér voru, að kalda gangandi af stað út á Dali,
gekk frá Hraunum við 4. mann í dimmviðri, og gripu
mig tvö snjóflóð um daginn; það fyrra flutti mig úr
fjalli ofan á sjávarbakka; í því komst eg lítið sem ekk-
1) Hann var sonur séra Sigurðar Sigurðssonar á Auð-
kúlu (j' 1862). Hann fluttist frá Silfrastöðum að Samtýni í
Eyjafirði 1851.