Blanda - 01.01.1924, Page 47
41
ert við til skaða, en það síðara greip mig i fjallsbrún
og flutti mig yfir björg og bamra ofaD i svokallaða
Mánárakál; i þessu snjóflóði komst eg allmjög við, gat
þó úr því dregizt um síðir og skriðið heim á Dali, og
lá þar lengi síðan; þenktu flestir eg mundi deyja. Þeg-
ar mór nokkuð skánaði dró eg mig inn á Siglunes og
réðst í skiprúm með legumönnum, hverra formaður var
Steinn Sæmundsson. Yar þetta fastráðið, eg skyldi með
honum róa, þá veður gæfist; var svo beðið tækifæris..
í þessu bili kom Þorvaldur á Dölum á bát inn á Nes
að fá sér beitu. Dókk eg þá í einu augnabliki sinDa-
skipti, yfirgaf skiprúmið hjá Steini, beiddi Þorvald að
lofa mér i bátinn með sér út á Dali, og flytja mig
einn leguróður, þá færi gæfist, hvað hann strax gerði
fór eg síðan með honum og dáruðu mig margir af
Steins liði fyrir brigðmælgi þessa. Einum degi seinna
reru leguskipin. Reri eg þá með Dalamönnum, og kom
upp á stórhríð með ofsaveðii; náðum við að eins landi
aptur aflalausir, og gátum borgið lífi og skipi. Þennan
sama dag reri af Nesi SteinD Sæmundsson, hjá hverj-
um eg með fyrsta skipráðinn var, og hefur ekki síð-
an til lands komið.1) Nú gengu hríðar og illviðri
nokkra tið, þar til annan róður gaf hjá Þorvaldi, og
9 kútar í hlut. Hef eg í alit fengið á þessu ári lýsi
upp á 25 rd., sem opt hefur drjúgara verið, en fisk ná-
lsegt 800. Læt eg nú hákarlaskipið ganga í vetur, þá
til gefur, en hvort að nokkru liði verður veit eg enn
nú ekki. Hef eg það sem af er vetri þessum dvalið
fram til Skagatjarðar og f'undið nokkra kunningja mína
og þar með ýmsa, er eg átti skuldir að, og hafa misjöfn
skil á orðið sem fyrri, með(al) hverra eg kom að Silfra-
stöðum, því eg þóttist eiga þar von og tilkall til nokk-
1) Það var 17. marz 1848, sem þeir Steinn fórust, alls
5, allt vinnumenn af Siglunesi. Lík þeirra rak ekki á land..