Blanda - 01.01.1924, Page 50
44
1
svipuðum flækiugi og næatu árin á undan, en vor-
ið 1849 hefur hann flutt sig þriðja sinn að gamla býl-
inu sinu, Grundarkoti í Héðinsfirði, með 28 ára gam-
alli bústýru, Sigríði Magnúsdóttur, ættaðri úr Eyja-
firði. Voru þau tvö ein í kotinu fyrsta árið, en næsta
vor fór Árni sonur Höskulds til hans sem vinnumað-
ur. En 13. júlí s. á. (1850) átti Höskuldur dóttur, er
Gruðný hét, raeð Sigriði bústýru sinni, er áður hafði
átt 2 börn í lausaleik. Sama árið fóru og húsmennsku-
hjón með 3 börn sín að Grundarkoti og voru þar 2
ár, en vorið 1851 fór Árni frá föður sinum og 1852
fór Sigríður bústýra Höskulds burtu frá honum, en
hann tók þá sem vinnuhjú Þorvald Jónsson og Her-
dísi dóttur sina, konu hans. Guðfinna dóttir Höskulds
fer og þá til haos að Grundarkoti, og alls hafði Hös-
kuldur 7 manns i heimili það fardagaár (1852—1853).
Vorið 1853 fóru hjónin Árni Höskuldsson og Guðlaug
Pétursdóttir til hans í vinnumennsku, en Þorvaldur og
Herdís fóru að búa á Möðruvöllum og Guðfinna fór
burtu frá Grundarkoti. Næsta vor (1854) fara þau Árni
og Guðlaug burtu, en i stað þeirra koma þá þangað,
sem vinnuhjú, Einar Steingrímsson og Guðfinna dóttir
Höskulds, þá nýgipt úr Ólafsfirði, en þau fara þaðan
næsta vor (1855) og tekur Höskuldur þá bústýru Ást-
riði Árnadóttur, roskna konu, systur Guðnýjar heit.
konu hans. Næsta vor (1856) fara þau Árni og Guð-
laug enn að Grundarkoti, og það ár er siðasta bú-
skaparár Höskulds þar, og hefur hann hætt búskap
1857, en var svo i húsmennsku í Grundarkoti næstu 3
ár, ásamt Ástriði Árnadóttur, er fyr var nefnd. Eptir
fullra 25 ára veru alls í Grundarkoti fluttist Höskuld-
ur loks alfarinn þaðan sem „uppgjafakarl11 árið 1860
að Illhugastöðum í Austur-Pljótum til Jóhanns bónda
Bjarnasonar, tengdasonar síns, síðara manns Herdísar
dóttur hans, en Guðný dóttir Höskulds fór þá að Lamba-