Blanda - 01.01.1924, Page 51
45
nesreykjum og siðar (1861) að Illhugastöðum. 1862
fluttust þau feðgin þaðan að Steinhóli í Vestur-Fljótum
með þeim Jóhanni og Herdísi, og þar andaðist Hös-
kuldur 10. febrúar 1865, þá talinn 75 ára gamall, en
hefur verið á 73. aldursári. Er hann í prestþjónustu-
bókinni (frá Barði) talinn „Siglufjarðarhreppsómagi",
og samkvæmt því hefur hann siðustu árin á sveit ver-
ið, að minnsta kosti að einhverju leyti, þótt hann væri
hjá dóttur siuui. t sálnaregistri Hvanneyrar í Siglu-
firði 1851 hefur sóknarpresturinn, sóra Jón Sveinsson,
(síðar á Mæiifelli) talið Höskuid iítt lesandi, kuunáttu
hans „aumlega“ og skilning litinn. Svipað er vottorð
prests næsta ár, og 1855 einkennir hann lestur hans,
kunnáttu og skilning með „litlu — minna — rninnst".
En þótt Höskuldur hafi eflaust verið fremur fákænn
og fáfróður, sýnir saga hans, að hann hefur staðið
ýmsum framar að þreki og dugnaði til að hafa ofan
af fyrir sér og sínum, hefur haft búvit til að bjarga
sér, þótt bókvitið væri af skornum skammti.
6. okt. 1923.
H. Þ.
Staka
eptir Daða Níelsson.
Illt er að biðja opt um lán,
illt er að vera hrakinn,
illt er að þola eymd og smán,
illt er að vera nakinn.
Daði var allvel skáldmæltur, en mörg ljóð hans eru böl-
sýn, enda átti hann við fátækt og skort að beijast alln
-æfi, og saknaði þess sárt, að hann var ekki til mennta
settur, en hæfileikarnir ágætir og samsvöruðu ekki lifskjör-
um hans. Æfiferill lians er raunasaga gáfaðs alþýðumanns,
■er lífið lék hart, en varð þó þjóðkunnur fræðimaður. Hann
varð úti 1856, 47 ára gamall. (H. Þ.).