Blanda - 01.01.1924, Page 53
47
Landslagið. Básendar eru sunnarlega á vestanverða
Miðnesi (Rosmhvalanesi), og sunnan við alla byggðina
þar. Þeir eru i Stafnes landi, og 8—10 mín gang-
spölur milli.
Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litl-
um grasflesjum, frá síðustu öld, að austan og norðan-
anverðu. Þær eru þó aptur að brotna, eða blása og gróa
á víxl, allt heim að táni á Stafnesi. En sjór mylur
framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra
til suðuráttar. með boðum miklum, skerjum og lónum.
Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vog-
ur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs.
Nesið er hálent um miðju (Háaleiti), bunguvaxið,
viðlent og gróðurlitið. Norðan á þvi austast — vestan
við Vogastapa — eru Njarðvíkur (Norðv.), þá Keflavík1),
þá Leira og Garður (Gerðahr), en Miðneshreppur er
vestan á nesinu.
Hánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur
verið að blása og brotna um margar aldir, aí lyng-
rifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa
upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum11.
Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvog-
ur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hef-
ur blásturinn gengið út eptir nesinu, allt heim að túni
á Stafnesi — fyrir 200 árum eða raeira. Nú er þarna
gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
Röfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo
sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leg-
una var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu.
Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báð-
1) Fyrir 220 árum var Keflavik 1 býli með 6 mönnum.
Jarðargjaldið var það, að gæta á vetrum lokaðrar kaup-
mannsbúðar (og þola á sumrum átroðning). Nú er þar þorp
með kirkju, nál. 90 íbúðarhúsum og á 5. hundrað manns.