Blanda - 01.01.1924, Page 54
48
ar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þ4 ver-
ið á básenda. (Eintalan kemur líka fyrir í nafninu:
-endi. En ekki -sandi.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkju-
vogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld með vörur,
og tóku fisk. En mótorbátar hafa hleypt par inn og
hreinsað sig fram á síðustu ár. Þaðan frá í s. s.v. eru
ekki t'ærri en 5 nafngreindir lásar, er marka landið
að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás
o. 8. frv. — Blanda II. 60). En að norðan við Bás-
enda er enginn slikur bás á Miðuesinu. Bás(a)endar er
þvi réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
Að sunnanverðu við höfnina á Básendum, eru nú
klappir þangi vaxnar, sandur fyrir botni, en grjótrimi
að norðan. Hann er með grastóm og húsarústum, því
þar stóð „kaupstaðurinn". Sjóvik gengur með rimanum
að norðvestan, og síðan lágt sandbelti í sveig austur
um rimann að hafnarbotni. Ætla má, að þar hafi verið
tún á fyrri öldum, þó varla um 220 árin síðustu
(Jarðab. A. M.).
Mannvirki. Leifar mannvirkja sjást enn miklar á
þessum stað (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vest-
ast á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofa-
tættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaust-
ur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mik-
ið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til
norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske með gangstétt.
Annar húsgrunnur er 10 ra. austar (9X6 m). Mun þar
hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti
mér Hklegast að leita enn austar, i sömu röð. Þar er
nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlags-
brot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m.
norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m’), með
hesthúsi(? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að
baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvest-