Blanda - 01.01.1924, Síða 55
49
an við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á
rimanum. Stendur enn meira og minna af grjótveggj-
um þeirra, eptir l1/, aldar. I lægðinni fyrnefndu —
100 m. austar — er vel upp hlaðinn brunnur, fullur
af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kál-
garður (um 400 m"), í ágætu skjóli. Grastorfa er nú
yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíblaðinn garð-
inn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið.
Efsta ílóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í
öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvest-
ar. Erá þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn
hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur.
og suður. Fiskabyrgi, lítil og kringlótt eða sporlaga,
úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hól-
um víðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið
hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka
á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3
grjótlög, til að þurka á þang i eldinn, og fiskæti líka
fyr á öldum.
I þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvestur-
horni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15
sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í
gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina1). Þetta var
hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli sjó-
heata. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan koc-
inu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöpp-
um við suðurhlið skipalegunnar.
Þannig hafa skipin verið „svínbundin“ á báðar hlið-
ar, og frá báðum stöfnum. Hefur þetta lánazt vel þar,
á svo litlum bás, þó opt færi það illa á Eyrarbakka.
En ekki befur það verið vandalaust að snúa skipinu
i hálfhring, á lóni, sem er fáar skipslengdir á breidd.
Notkun. Sjálfsagt liefur Básendahöfn lengi verið
1) Smiðir hufa meitlað þar úr tin, til að kveikja með.
Blanda III. 4