Blanda - 01.01.1924, Page 57
51
þaðan, og viðsvegar af Suðurnesjum, og allt frá
Grindavlk, i bardaga við enska kaupmenn í Hafnar-
firði. Þjóðverjar féllu þar unnvörpum (40 af 48, er að
sunnan komu), en samt héldu þeir velli. Og þá var það,
að 'Þjóðverjar náðu Hafnarfirði af Englendingum, þess-
um höfuðstað þeirra hér við land (Vestmannaeyjar og
Grindavík þar næst), sem þeir höfðu haldið og hag-
nýtt sér um heila öld (frá 1415), en þó nokkuð slitrótt
að vísu.
Næsta aldarfjórðunginn eptir þennan mikla bar-
daga, sem fyr segir, varð mestur uppgangur þýzkra
kaupmanna hér á landi, og hafa þeir vafalaust
verzlað á Básendum þann tiraa. Hafnarfjörð gerðu
þeir svo að segja að þýzkum bæ. Höfðu þar fógeta og
byggðu sér kirkju (líkt og í Björgvin áður). Höfðu
þeir þá líka útgerð mikla um nesin til fiskiveiða. Arið
1543 áttu þeir ráð á 45 fiskiskipum. En þá lét Kristján
konungur III. ræna þeim öllum, og byrja með þeim
konungsútgerðina hér, um nes og víkur. — 20 árum
síðar (1563) var afli konungs aukinn með öðru ráni
(þó kölluð væru makaskipti), þá er Páll Stígsson höf-
uðsmaður tók beztu aflajarðirnar við Faxaflóa af Skál-
holtsstól: Hvalsneshverfið á Miðnesi, „Ófriðarstaði“
(Jófriðar-) í Hafnarfirði, og 12 aðrar jarðir þar á milli;
svo og Þerney o. fl. En í staðinn lét hann jarðir og
kot í Borgarfirði — annan ránsfeng Daua, og þó minni-
hlutann af jörðum Ögmundar biskups og Viðeyjar-
klausturs. Eptir þetta var þorskinum, sem aflaðist, allt
frá Reykjanesi til Reykjavíkur, sópað vendilega í sjóð
konungs, um tvær aldir og nær fjórðungi betur —
afla konungsskipanna, landskuldum, sköttum og sektafé.
Sennilega hafa enskir kaupmenn siglt að jafnaði á
Básenda mest alla 15. öldina og fram á 2. áratug 16.
aldar, þvi á þessu aldar tímabili höfðu þeir að lang-
mestu leyti verzlun alls Islands í sinni hendi. En ept-
4*