Blanda - 01.01.1924, Page 58
52
ir bardagann fyr nefnda, hrakaði óðum verzlun þeirra
og yfirgangi á landi bér. Að sama skapi færast þýzk-
ir kaupmenn i aukana. En Dönum gengur seint róð-
urinn inn á kafnir einokunarinnar. Drátt fyrir fiaki-
skiparánið eru Danir ekki komnir lengra en svo um
miðja 16. öldina á einokunarferli sínum, að þeir sigla
tveimur kaupskipum til Islands, en Þjóðverjar tuttugu.
Eru um þelta bil miklar ráðagerðir hjá stjórn Dana,
að steypa undan Þjóðverjum. Ein þeirra var sú og
þó nokkru fyr, um 1544, að konungur taeki af Þjóð-
verjum Básendahöfn, og sendi þangað skip árlega.
Átti það að sækja fisk konung3 og brennistein úrnám-
unum á Reykjanesi, fara til Englands og selja þar
fyrir gull og góðar vörur, klæði og konunglegar nauð-
synjar.
Konungur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Árið
1548 vildi danskt skip sigla á Básendahöfn og verzla
þar. En þýzkt skip var þar fyrir, með fógeta innan-
borðs, og hrundu þeir Dönum frá verzluninni þar.
Þá er einokun Dana byrjaði með fullum krapti hér
á landi (1602), segir J. Aðils i Einokunarsögunni (bls.
70—71), að Þýzkir hafi enn siglt á Básendahöfn. Það
er því varla rétt, er segir síðar í sömu bók (103) og
í Skarðsárannál, að árið 1640 hafi ekki verið siglt á
Básendahöfn i 50 ár. Hitt er sönnu nær, að Danir
hefji einokun sina bér með þvi að afrækja höfn þessa
i 38 ár. Og síðan byrja þeir verzlunina þar (1640)
með því að yfirgefa Grindavík um næstu 24 árin. Ept-
ir það var optast siglt á þessar hafnir báðar, og opt
fluttar vörur milli þeirra.
Árið 1645 kom sigling á Básenda, fágæt á þeim ár-
um og boðflenna sennilega. Það var hollenzkt skip
með íslenzkum skipstjóra, Einari Þórðarsyni frá Tjalda-
nesi. Verzlaði hann þar eitthvað, og var optar i för-