Blanda - 01.01.1924, Page 60
54
Nú eru beztu frumheimildir fundnar nýlega í £>jóð-
skjalasafninu (A. 44), þ. e. lýsing kaupmannsins sjálfs,
með skýrslu sýslumanns og tilvaldra skoðunarmanna:
Hákonar Vilhjálmssonar i Ivirkjuvogi og Jóns Björns-
sonar (í Loddu?).
Skýrslan er með eiginhandar undirskriptum og ósködd-
uðum innsiglum. Er hún svo merkileg og fróðleg, að
stafrétt mætti setjast í vísindarit, en of löng (17 bls.
fol.) og strembin á þann hátt fyrir alþýðurit.
Hér er þvi myndin sýnd alþýðu, stytt nokkuð, og
færð úr dönsku ,,dragtiuui“ í íslenzku flíkurnar. Og
þar á eptir er sagt nokkuð frá siðasta kaupmanni á
Básendum, eptir mörgum bréfum o. fl. góðum heimild-
um í sama safni.
Skýrslan. Árið 1799 h. 9. maí var sýslumaður í
Gullbr.sýslu, Sigurður Pétursson, staddur í Básenda
verzlunarstað, með til nefndum undirrituðum heiðurs-
mönnum, til þess að skoða og skýra frá skaða þeim,
sem verzlunarhúsin, grundvöllurinn og girðingin m. m.
hefur orðið fyrir, af ofveðrinu alkunna og sævarrótinu
hræðilega, nóttina milli 8. og 9. janúar s.l. Eptir til-
mælum kaupmannsins var skýrsla hans frá 16. marz
lesin, og er hún þannig:
Þ. Th. í Andv. og Lýs. Isl.; þó rótt í öðrum ritum hans).
Þá liefur Br. J. ártalið 1800. Hjá lionum er og nokkuð áfátt
lýsingunni af fornum leifum frá kaupstaðnum í fornleifa
ritinu og ékki rétt skýrt frá, að konan, sem drukknaði, haíi
ekki viljað bjarga sör, að kaupmaðurinn hafi siglt vorið
eptir, og ekki komið til tslands aptur, og loks að aldrei
hafi neitt verið verzlað á Básendum eptir flóðið. Hér vil
eg nota tækifærið lil að leiðrétta þá vangá í Árh. Espólins,
og lijá Þ. Th. í Árferði á Isl., að þeir telja tjónið allt í flóði
þessu (26 báta, 72 stórgripi og 58 kindur) hafa orðið í
Stokkseyrarhverfi, sem M. St. telur Stokkseyrarþingsókn.
En í þingsókninni var þá lika Hraunshverfið, Eyrarhakka-
liverfið og Feijunes við Ölfusá.