Blanda - 01.01.1924, Page 61
55
Lotningarfull frásaga.
(Ærbödig Pro Memoria).
Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir1) hér-
aðsdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa
árs á verzslunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðar-
samlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota
með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að
gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér
leyfi til að segja söguna sanna, eins og hún gerðist.
Sést þá hversu ofurefli sævarins, hefur eyðilagt verzl-
unarstaðinn og margskonar fjármuni mina, og í hví-
líkum dauðans vandræðum eg var staddur, með min-
um nánustu, meðan allt var að eyðileggjast. Þessi hörmu-
lega saga er þá svona:
Eptir að við öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona)
vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka
kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo
iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auki fóru að
heyrast skellir, hver eptir annan, eins og veggbrjótur
væri að vinnu á hlið hússins og undirstöðu. Af þessu
■fór eg á fætur, til þess að lita eptir veðrinu og vita,
hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg
upp húsdyrum eldhúsmeginn, og þá þegar brauzt sjór-
inn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti
herbergin á litilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp
á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunura, því við óttuð-
umst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem
ibúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr hús-
inu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi of-
viðris; svo vissum við líka að allt umkverfis húsin var
hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum
þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll far-
izt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sí-
1) Hér er í frumritinu lítið orð, líkast mlir. = min Herre?