Blanda - 01.01.1924, Side 62
56
felldum dauðans ótta, að veður og sjór mundi þá og
þegar mola liúsið niður að grundvelli. Ofviðrishrinurn-
ar og brimið lamdi sifellt á húsinu, svo það var nú
farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn
streymdi út og inn.
Hér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við
ekki lengur að geta bjargað lifinu þarna á loptinu.
Braut eg því gluggaun á norðurhliðinni. £>ar smugum
við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með
yngsta barnið á handleggnum1), þar sem sjórinn flæddi
yíir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjármuuum
og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðis-
munum og lífshættu. Ejósið stendur svolítið hærra og
fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við
dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í
fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og tii
hlöðunnar. Anuar gaflinu var brotinn af henni, en í
staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við
urðum að skriða yfir, með mikilli hættu, til að kom-
ast inn.
£>arna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið
fór með nokknð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði
fram og aptur, eins og blaðsnepill.
Til þess enu að reyna að bjarga lifinu, gerðum við'
siðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leidd-
umst öll saman og héldum áleiðis til bygða. Vóðum
svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir
náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loð-
víksstofa), rótt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jbn
Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur — sem
1) Þ. e. Mnría Lisebet. Við húsvitjun haustið 1798 er
liún talin 7 ára. Hin: Pétur 13, Jóhann Friðrik 14, og
Simon 16 ára. Hans Símon, elzti bróðirinn, er ekki lieimn,
ekki heldur árið eptir, þá við nám eða atvinnu?