Blanda - 01.01.1924, Page 63
57
vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki —
með mestu aluð og hjártagæzku. Létu ogþað allt gott
i té, er þau gátu. I baðstofu þessa ráðvanda manns
höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar
alis 19 manns, þar af 10 börn1), en þó var baðstofan
ekki nema 3 stafgólf („Fag“ = 2 álnir) á leDgd, 3alin
á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. JÞrátt
fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekki leng-
ur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva
um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjugg-
um um okkur í baðstofunni íslenzku, sem þar var. Síð-
an höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur2). Eins
og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll á
verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelii, og
bærinn, sem þar var, líka. Eólkið úr honum bjargaði
sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nótt-
ma að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri
1) Haustið 1798 (og 99) eru börn þeirra Jóns Björnsson-
ur og Sigríðar Bjarnadóttur talin: Þorsteinn, Bjarni, Jón,
Þorgrimur, og Guðmundur (9, 8, 5, 4 og 3 ára). 1791 voru
þessi hjón húsmenn á Básendum með 2 börnum. En 181G
hýr Sigriður, ekkja, á Gufuskálum, með 6 sonum sínum.
2) Þessi árin heíur kaupmaðurinn sennilega haldið jörð-
>na Stafnes, og heyjað þar. 1 sálnaregistri Hvalsness 1798
eru Básendar ekki nefndir, en kaupmaður er talinn í Stafnesi
>neð skylduliði sínu (vinnumanni Ásm. Jónssyni 34, vinnu-
konu Þjóðbjörgu Jónsdóttur 26, húskonu Bergljót Arngríms-
dóttur 70, og niðursetning Runnveigu Þorgilsdóttur 77 ára).
Vinnuhjúin eru kyr hjá kaupmanni nœsta ár, og ekki erii
tleiri taldir á Stafnesi. Þetta er því fólkið, sem bjargaðist
(og dó) úr kotinu á Básendum. Ivotið hefur verið fyrir
kaupmannshjúin, en húsið helgidómur. Básendar hafa senn-
lega aldrei verið sérstakt jarðarbýli. En H. H. hafði þar
fleira fólk áður, t. d. 12, árið 1794, og 20 voru þar alls 1791.
Þá er fátt fólk og breytilegt á Stafnesi. (Kirkjubækur mjög
slitróttar).