Blanda - 01.01.1924, Page 64
58
konu, sem veðrið iamdi niður, svo hún drukknaði í fióð-
inu1). Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mina
hefi eg varið tímanum til þess að setja stooir undir
það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstað-
arins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið
mitt úr rústum þessa ömuriega staðar, svo og að safna
saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaðar).
Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og
konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega
að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árang-
ursminna, þar ekki þarf hér eptir að vonast eptir fólki
til útróðra á þessum stað.
Að lokum vil eg láta það álit mitt i ljósi, að land-
skjálfti hafi hér verið í verki, með veðri og sjó. Benda
til þess ýmsar vörutegundir, sem eg hefi fundið lítið
skemmdar undir grundvelli (ned i Cfrunden). Þvílíkt gat
varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar auka-
hreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, er átti veð
■og íhlutunarrétt i húsum á verzlunarstaðnum Básend-
um, verð eg að biðja yður hr. sýslumaður, að koma
hér við tækifæri, og framkvæma löglega skoðun á rúst-
unum og fjártjóninu.
Stafnesi 16. marz 1799.
H. Hansen.
Til hr. sýslumanns og héraðsdómara S. Péturssonar.
Hér eptir var framkvæmd skoðunargerðin sjálf á 6
húsum, er áður höfðu verið á valdi konungs.
Húsin litu þá svona út:
1. Sölubúðin. Syðri hliðin (= suð-suðvestur) var al-
1) Konan hét Rannveig Þorgilsdóttir, 7Í) ára, hafði verið
■niðursetningur á Básendum frá 1791 eða fyr, og lengi las-
in inni legið í húsi er flóðið fyllti, segir í Minist.bók
Hvalsness.