Blanda - 01.01.1924, Page 65
59
veg farin og flotin burt, en liálf norðurhliðin opin, þar
sem sjóriun hafði brotizt í gegn. Hleðslan undan vest-
urendanum farin, svo það sem af húsinu hangir uppi,
stendur á tveimur stafgólfum við eystri endann, og á
litlum undirbita í miðjum vesturenda. Og kaupmaður
hefur látið stoðir undir grindina hér og þar, svo húsið
steyptist ekki á endann. Gólfið hefur sjórinn flutt með
sér, en hlaðið möl og grjóti í aðsetursstaðinn („Vse-
rel8et“ — austurendann) allt að 2 álnum á hæð.1)
2. Ibúðarhúsið. Það hefur farið eins, suðurhliðin
burt, sú er að sjónum sneri, og sömuleiðis hálf norð-
urhliðin. Gluggar allir brotnir og burtu. Herbergi öll
hlaðin sandi, 1—2 álnir á dýpt. Undirhleðslan umrót-
uð, en undirviðirnir og tvö stafgólfin í vesturenda
hússins hafa bjargað því frá gjöreyðing.
3. Lýsisbúðin er algjörlega farin, svo ekki er þar
ein spýta eptir, og meira að segja hússtæðinu rótað
burt, en í staðinn komin möl og sjávargrjót. Hús þetta
byggði kaupmaðurinn í fyrra.
4. Lifrarbrœðduhúsið (Bryg-). Horðurgaflinn er brot-
inn og öll austurkliðin. Inni er l1/,, alin af sandi og
möl. Húsið væri nú hrunið alveg, ef ekki hefðu verið
bornar að þvi stoðir eins fljótt og gert var.
5. Islenzki bcerinn. Það voru 5 kofar litlir og
byggðir að íslenzkum sið, úr grjóti og torfi. Hafa þeir
hrunið og spýtur brotnað og skolazt út, svo nú er
þar umhverfis aðeins ein grjóthrúga.
6. VöruMsið mikla. Þar er undirstaðan farin und-
an norðurgafli og austurhlið, fóttré brotið og sigið um
7« alin. Helmingurinn aí austurþekjunni er fokinn, og
var þó tvöföld. Sperra kefur farið þar líka. Grjót og
sandur hefur borizt á gólfflötinn. í norðurenda húss
1) Þama er auðsæ orsökin til ímyndunar kaupmanns um
landskjúlfta, samfara flóðinu: sjórinn grafið og jarðsett ú víxl.