Blanda - 01.01.1924, Page 67
61
þvi hér eru steinar,1 2 3) svo stórir, að naumast verða
færðir úr stað af 6 mönnum, með tækjum þeirn, sem
hér eru til.........
13. Skip og bátar, sem hann (kaupm.) kefur notað
til fiskiveiða, og enn sést eitthvað af: a) 10-œringur.
Kjölurinn að eins eptir. b) 6-œringur. Brotinn allur of-
an og innan. c) 5 manna ferja. Kjölur að eins eptir.
d) 3 manna far. Eins — og kjölurinn í tveimur hlut-
um. e) 2 manna far. Klofið að endilöngu í 2 sérstaka
hluti. f) NorsJcur bátur lítill (Julle). Brotinn allur að
ofanverðu.
Hversu mjög sjórinn gekk á land og hve hátt risu
flóðöldurnar má ráða af því, að sjórinn komst 164
faðma upp fyrir verzlunarstaðinn, og rekadrumbur hef-
ur skolazt upp á þakið á einu verzlunarhúsinu, og ligg-
ur þar enn, 4 áln. ofar grundvelli.
Verzlunarstaðurinn sýnist alveg óbyggjandi til frara-
búðar, því grundvöllurinn virðist vera 1—2 álnum
lægri en áður.*)
Hér á eptir sýndi kaupmaður verðlista yfir vörur,
áhöld, húsbúnað, fatnað, báta o. fl., og yfir kostnað-
inn við að ryðja rústirnar og bera dótið saman, fram
á þennan dag, þó ekki sé enn hægt að segja um all-
an kostnaðinn. Einnig um skaðann, er kaupmaður mun
bíða í sumar út af þessu..........s)
Til staðfestu.
S. Petersen.
Hakon Wilhialmsson. Jon Biornsson.
1) Orðið: steinar — eða klettar — vantaði í frmnritið.
Flestu því sem er i svigum, er líka bætt við hér til skýr-
ingar.
2) Verður þá að vera utan við liússtæðin — eða sokk-
ið í landsskjálftaH
3) Hér er sleppt rúmri blaðsíðu, löngu máli, en litlu
■efni, um virðingaraðferð kaupmanns, tjón hans, vanliöld