Blanda - 01.01.1924, Page 68
62
Kaupmaðurinn síðasti á Básendum.
(Eptir bréfum i Þjóðskjs. frá honurn til stiptamtmnnns
Olafs Stephensen, og fleiri heimildum).
Hinrik Hansen kaupraaður mun fæddur ytra 1747—
1748, en dó hér 1802. Talið er, að hér á landi væri
hann fyrst verzlunarmaður í Hólminum (B.eykjavík).
Sennilega komið sem búðarsveinn 1764, 16 ára. Hefur
siðan kynnzt stúlku þeirri, er varð kona hans, Sigríði
yngri, dóttir SigurðarjErlendssonar í Grötuhúsum.* 1) Sig-
urður Erlendsson var merkur bóndi og riðinn við opin-
ber störf. Heðhjálpari er hann í dómkirkjunni 1792,
og skipaður sama ár (með Guðmundi Jónssyni forstjóra
við tóvélarnar) til að mæla og lýsa laudi jarðarinnar
Beykjavikur og landeign (lóð) kaupstaðarins, ásamt
blettum og húsum hvers búanda þar.2)
Hansen kaupmaður og Sigriður áttu 9 börn, og
komust til aldurs að minnsta kosti 3 synir þeirra:
1. Hans Símon Hansen, verzlunarstjóri (f. 1778)-
Tók að sér verzlun og skuldaskil eptir föður sinn. Átti
Maríu Einarsdóttur smiðs Hannessonar af Eyrarbakka.
— Þau skildu.
2. Símon Hansen (f. 1782, d. 1847). Var fyr (1812.
—1816) verzlunarstjóri í Reykjavik hjá Bjarna riddara
Sívertsen, en síðar kaupmaður sjálfur. Byggði hann þá
— fyrir nálægt 100 árum — sem íbúðarhús sitt, litla
skjala, skemmdir bóka m. m., svo og vöruskránni. Hún er
löng og núkvæm. Tjónið allt er þó ekki með tölum tnlið.
1) Um ætt Sigurðar Erlendssonar, sjá Safn t. s. ísl. V.
2, 104 o. fl. st. Sigriður eldri var langamma Erlends verk-
stjóra Zakaríassonar, bónda i Kópavogi.
2) Þjóðskjs. A, 49, 116. Var þá hálf jörðin lögð til kaup-
staðarins og liálf til „Innréttinganna11. (Merkilegt skjal fyr-
ir sögu Reykjavíkur. Svo og uppdráttur af Reykjavík og
Orfarsey, lítið eldri).