Blanda - 01.01.1924, Page 69
63
liúsið, er enn atendur skammt austur frá kórgafli dóm-
kirkjunnar. Hann átti Kristínu Stefánsdóttur frá Kára-
nesi í Kjós. — Eina dóttur þeirra, Sigríði Kristínu,
átti Hannes kaupmaður, sonur Steingríms biskups; en
ein dóttir þeirra, Soffía Kristjana, varð kona Arna
Tborsteinsson landfógeta og móðir Hannesar banka-
stjóra Thorsteinsson og þeirra systkina (Sm.æfir IV,
147).
3. Pétur Hansen beykir (f. 1785), átti systur konu
Hans S. Hansen, Vilborgu Elísabet Einarsdóttur, og
börn. (Safn V. 2, 76).
Úr sveinsstöðunni hefur Hinrik Hansen kaupmaður
unnið sig áfram með dugnaði. Hann er orðinn kaup-
maður í Grindavík 1786 (27. marz). En að Básendum
kemur hann sem kaupmaður með nýári 1788, og er
þar til aldarloka flest sumrin og suma veturna að
minnsta kosti.
Erá nýári 1788 verður hann eigandi, með 5 öðrum,
að verzluninni á Básendum og Vopnafirði til samans.
Átti hver. Síðar losaði H. Hansen sig við hlutann
i Vopnafjarðarverzluninni, og náði í orði kveðnu eign-
arráðum einn á Básendaverzluninni.1)
Hinrik kaupmaður er ekki síst minnisverður fyrir
þá skuld, að hann átti íbúðarhús á Básendum, hafði
þar vetursetur, dó hór og lét eptir afkomendur með
islenzkri konu. Hann er því einn hinn allra fyrsti út-
lendi kaupmaður, sem — eptir einokun — verður inn-
lendur og samlagar sig þjóðinni. En þetta er fágætt
um útlenda kaupmenn; þeir hafa optast — eða ekkjur
1) Einn félagi H. Hansen var Dines Jespersen. Hann
var kaupmaður á Básendum næst á undan hinum — frá
1785, eða fyr. Síðar kaupmaður í Keflavík? — Hann hafði
ráð á liluta úr Kirkjuvogi, og byggði hann (1786?) um 10
ár, fátækum bónda, Jóni Olafssyni.