Blanda - 01.01.1924, Síða 70
64
og börn þeirra — fram á vora daga fleytt rjómanum
yfir pollinn af verzlun sinni við Islendinga.
H. Hansen var orðinn fjáður vel, en missti á einni
nóttu meginhluta eigna sinna: hús og búshluti, báta
vöru og matvæli, fatnað, skjöl og bsekur. Og ekki sést
annað, en að allt þetta hafi verið óvátryggt. Eptir hef-
ur kaupmaður þó að sjálfsögðu átt eitthvað fyrir seld-
ar gjaldeyrisvörur ytra, sennilega innifalið i vörufarmi
þeim, er hann þá hefur verið búinn að panta til sín
á næsta vori.
Búfónaður er ekki nefndur í bréfunum og ekki í
skýrslu kaupmanns eða skoðunarmanna. Ejósið og hlað-
an bendir þó á, að þar hafi verið 1 eða 2 kýr. Er því
tvennt til: að gripir hafi bjargazt, eða að þeir hafi
ekki verið til, og heyið, sem nefnt er, hafi verið ætl-
að ferðamönnum.
Af skýrslunni sést það, að kaupmaðurinn var í */.
mánuð eptir flóðið með fólkið sitt í Loddu, þó ekki
væru kaupmannleg húsakynni þar i litlu baðstofukytr-
unni. Þaðan flutti hann að Stafnesi, í aðra baðstofu-
holu þar, sem þá var í eyði (sennilega vegna eyðilagðra
haga og sandfoks á túnið). Var hann svo á Stafnesi,
og skrifar sig þar í hálft annað ár, til haustsins 1800.
Mun hann þá hafa flutt til Keflavíkur, og verið búinn
að byggja sér íbúðarhús þar.1) En aldrei sigldi hann
eptir flóðið. JÞrátt fyrir þetta mikla áfelli hólt H. H.
kaupmaður áfram verzlun sinni til dauðadags. JÞegar
um vorið gerði hann við búðarræfilinn á Básendum
og fékk þangað vöruskip bæði sumurin 1799 og 18002).
í) Talið er, að hús þelta standi enn i Keflavík.
2) Skipið „De Junge Goose“, er komið á Básendahöfn
a0/, 1799, með matvöru, timbur o. fl. (95 tn. rúgmél, 33 tn.
skonrok, C00 borð o. s. frv.). En 14/g flytur skipið þaðan
144 skpd. harðfisk, 27 skpd. saltfisk, 37 tn. „Cabellian11
(það mun vera þorskur, sem kaupmenn létu salta, verka og