Blanda - 01.01.1924, Page 72
66
fengið slæmar ferðir á Básendahöfn. Biður hann að lok-
um afsökunar, og segir, að Þorbergur Magnússon á
Stafne8Í eigi allt eins hægt með það og hann, að manna
skip til hafnleiðslu. Kaupmanni raislíkar svarið. Skrif-
ar hann stiptamtmanni frá Keflavík 15. júní. Segist
þurfa endilega að koma skipinu á Básendahöfn. „Tor-
berg“ sé aleinn á Stafnesi, og hjáleigumennirnir allir
á Hvalsnesi séu hjarandi skör („gamle og udlevede foik“),
sem ekki sé hægt að treysta. Vill ekki taka gildar afsak-
anir Hákonar, heldur láta stiptamtmann skipa „Haagen“-
hafnleiðsluna. Hversu þetta fór er mér ókunnugt.
Sumarið eptir flóðið mikla skrifar H. Hansen kaup-
maður til kouungs(dags. áBásendum 5.ágúst 1799,Þskjs.
A. 44) og ber sig þá að vonum heldur báglega: Nærri
öreiga og ráðþrota með konu og börn, hafi átt 9, og
séu 5 á lífi, nú sé hann 51 árs að aldri, búinn að
slíta kröptum sínum við verzlun ísl. í 35 ár, og fari
nú hreystin óðum hrörnandi; unnið hafi hann sig áfram
með dugnaði og trúmennsku, og verið kominn vel á
veg að uppfylling vonar um þægilegri kjör og hægari
elliár, (en þreytu-hvíldin og erfiðis uppskeran fóru í
sjóinn á einni nóttu), nú dugi þó ekki að leggja ár-
ar í bát, hann eigi skyldum að gegna, sem dugandi
maður, borgari, þegn og faðir: flýi hann því á föður-
lega líknararma koungs, og biðji auðmjúklega um:
1. Eptirgjöf skuldar við konung af andvirði verzlun-
arhúsa á Básendum, 2149 ríkisdali.
2. Eöðurlega náðargjöf, vegna slíkrar ógæfu.
3. Lán, 4000 ríkisdali, án vaxta í 5 ár.
4. Leyfi til búsetu i Keflavík, og með þeirri ívilnnn
(„Dispensation"):
5. Að þurfa ekki að byggja íbúðarhús i Reykjavík,
eða búa þar sjálfur.
Með þessu öllu samanlögðu er nú til nokkuð mikils
mælzt. En konungur eða verzlunarráðuneyti hans ras-